Advertisement
Í tilefni 40 ára dánarafmælis Sigvalda Hjálmarssonar (1921-1985). Hann var blaðamaður, jógi og rithöfundar og um tíma
forseti Guðspekifélagsins. Við ætlum að segja frá hans starfi og
munu nokkrir deila reynslu af hans fræðslu. Sigvaldi kenndi
framan af núvitund og síðar indverska tantra hefð sem heitir Sri
Vidya. Þá verða spiluð brot úr upptökum af hans erindum og
lesin brot úr hans bókum.
Sigvaldi fæddist 6. október á Skeggsstöðum
Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Að loknu prófi
frá Reykholtsskóla árið 1940 hóf hann nám í Kennaraskólanum í
Reykjavík. Kennaraprófi lauk Sigvaldi árið 1943 og var við
kennslu og skólastjórn í Hveragerði næstu þrjú ár. Veturinn
1946-1947 var hann kennari í Reykjavík, en hóf að því loknu
langan og farsælan blaðamanna- og ritstjóraferil. Hann var
blaðamaður á Alþýðublaðinu meira og minna frá 1947-1972.
Sigvaldi var þar bæði fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra, en var um
skeið ritstjóri Fálkans og Úrvals, og yfirmaður þýðingardeildar
Sjónvarpsins í eitt ár. Einnig starfaði hann við dagblaðið Vísi og
var fréttaritari sænsku fréttastofunnar TT.
Jafnframt kom Sigvaldi að félagsmálum blaðamanna og rithöfunda, en hann var formaður Blaðamannafélags Íslands í eitt ár.
Árið 1978 stofnaði hann Hugræktarskóla sem starfaði fram á síðasta æviár hans, en Sigvaldi var guðspekingur og var forseti Íslandsdeildar Guðspekifélagsins um árabil.
Einnig átti hann sæti í allsherjarráði Guðspekifélagsins og loks var hann í stjórn Evrópusambands Guðspekifélagsins. Auk alls þessa var hann ritstjóri Ganglera, tímarits Guðspekifélagsins. Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi, en eftir hann liggja alls níu bækur.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland, Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland