Um Sigvalda Hjálmarsson jóga og fræðara

Fri, 10 Oct, 2025 at 07:00 pm UTC+00:00

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

L\u00edfspekif\u00e9lagi\u00f0
Publisher/HostLífspekifélagið
Um Sigvalda Hj\u00e1lmarsson j\u00f3ga og fr\u00e6\u00f0ara
Advertisement
Í tilefni 40 ára dánarafmælis Sigvalda Hjálmarssonar (1921-
1985). Hann var blaðamaður, jógi og rithöfundar og um tíma
forseti Guðspekifélagsins. Við ætlum að segja frá hans starfi og
munu nokkrir deila reynslu af hans fræðslu. Sigvaldi kenndi
framan af núvitund og síðar indverska tantra hefð sem heitir Sri
Vidya. Þá verða spiluð brot úr upptökum af hans erindum og
lesin brot úr hans bókum.
Sigvaldi fæddist 6. október á Skeggsstöðum
Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Að loknu prófi
frá Reykholtsskóla árið 1940 hóf hann nám í Kennaraskólanum í
Reykjavík. Kennaraprófi lauk Sigvaldi árið 1943 og var við
kennslu og skólastjórn í Hveragerði næstu þrjú ár. Veturinn
1946-1947 var hann kennari í Reykjavík, en hóf að því loknu
langan og farsælan blaðamanna- og ritstjóraferil. Hann var
blaðamaður á Alþýðublaðinu meira og minna frá 1947-1972.
Sigvaldi var þar bæði fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra, en var um
skeið ritstjóri Fálkans og Úrvals, og yfirmaður þýðingardeildar
Sjónvarpsins í eitt ár. Einnig starfaði hann við dagblaðið Vísi og
var fréttaritari sænsku fréttastofunnar TT.
Jafnframt kom Sigvaldi að félagsmálum blaðamanna og rithöfunda, en hann var formaður Blaðamannafélags Íslands í eitt ár.
Árið 1978 stofnaði hann Hugræktarskóla sem starfaði fram á síðasta æviár hans, en Sigvaldi var guðspekingur og var forseti Íslandsdeildar Guðspekifélagsins um árabil.
Einnig átti hann sæti í allsherjarráði Guðspekifélagsins og loks var hann í stjórn Evrópusambands Guðspekifélagsins. Auk alls þessa var hann ritstjóri Ganglera, tímarits Guðspekifélagsins. Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi, en eftir hann liggja alls níu bækur.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland, Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

WoFo International Conference in Iceland
Fri, 10 Oct at 07:00 am WoFo International Conference in Iceland

Reykjavík

Athafnaborgin - kynningarfundur borgarstj\u00f3ra
Fri, 10 Oct at 09:00 am Athafnaborgin - kynningarfundur borgarstjóra

Tjarnargata 11 , 101 Reykjavík, Iceland

The Imagine Forum: Protecting Rights - Defending Peace
Fri, 10 Oct at 10:00 am The Imagine Forum: Protecting Rights - Defending Peace

Veröld - hús Vigdísar, Háskóla Íslands

Al\u00fej\u00f3\u00f0legi ge\u00f0heilbrig\u00f0isdagurinn 10.okt\u00f3ber 2025
Fri, 10 Oct at 01:00 pm Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10.október 2025

Bíó Paradís

Opnun Ranns\u00f3knarseturs um \u00f3j\u00f6fnu\u00f0
Fri, 10 Oct at 01:30 pm Opnun Rannsóknarseturs um ójöfnuð

Háskóli Íslands - Edda fyrirlestrarsalur

Opnun: Sigur\u00f0ur Gu\u00f0j\u00f3nsson, Field \/ Fischersund, Decay
Fri, 10 Oct at 05:00 pm Opnun: Sigurður Guðjónsson, Field / Fischersund, Decay

Kling & Bang

Fyrstu t\u00f3nleikarnir
Fri, 10 Oct at 07:30 pm Fyrstu tónleikarnir

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Supersport! & Floni
Fri, 10 Oct at 08:00 pm Supersport! & Floni

IÐNÓ

N\u00edels er Napoleon
Fri, 10 Oct at 08:00 pm Níels er Napoleon

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

Opening Party: Sequences XII at B\u00ed\u00f3 Parad\u00eds
Fri, 10 Oct at 08:00 pm Opening Party: Sequences XII at Bíó Paradís

Bíó Paradís

Flashdance - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 10 Oct at 09:00 pm Flashdance - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

P\u00e9tur J\u00f3hann | Akranes \ud83e\udd21 \ud83c\udfa4
Fri, 10 Oct at 09:00 pm Pétur Jóhann | Akranes 🤡 🎤

Bíóhöllin Akranesi

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events