Útgáfuhóf – Fötlun, sjálf og samfélag

Thu Mar 06 2025 at 03:45 pm to 05:00 pm UTC+00:00

Bóksala Stúdenta | Reykjavík

Uppskera
Publisher/HostUppskera
\u00datg\u00e1fuh\u00f3f \u2013 F\u00f6tlun, sj\u00e1lf og samf\u00e9lag
Advertisement
Hvað: Veisla þar sem fólk kemur saman og gleðst yfir útgáfu nýrrar bókar. Þar verða stutt ræðuhöld og gestum mun gefast tækifæri á að skoða bókina og ræða við höfunda.
Hvar: Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, Sæmundargata 4, 102 Reykjavík
Hvenær: 6. mars á milli 3:45 og 5 eftir hádegi (15:45 - 17:00)
Út er komin bókin Fötlun, sjálf og samfélag: Birtingarmyndir og úrlausnarefni í ritstjórn Snæfríðar Þóru Egilsson, prófessors í fötlunarfræði við HÍ.
Bókinni er ætlað að varpa ljósi á líf og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks hér á landi í ljósi gagnrýninna kenninga og íslenskra rannsókna á sviði fötlunarfræði. Athygli er beint að helstu viðfangs- og úrlausnarefnum ólíkra æviskeiða og að flóknu samspili félagslegra, efnislegra og stofnanabundinna hindrana sem skapa og viðhalda fötlun og torvelda fötluðu fólki að lifa góðu lífi. Kaflarnir tólf veita greinargóða innsýn í þróun fræðasviðsins síðustu ár og áratugi en höfundar efnis eru rannsakendur sem beint hafa sjónum að ólíkum sviðum innan fötlunarfræði.
Bókin er ætluð til kennslu í háskólum en getur einnig gagnast fötluðu fólki, fjölskyldum þess, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks, þjónustuveitendum og stefnumótandi aðilum. Höfundar bókarinnar vænta þess að efni hennar og umfjöllun veki fólk til umhugsunar og leiði til aðgerða sem dragi úr aðgreiningu og stuðli að félagslegu réttlæti, jákvæðum viðhorfum, bættu aðgengi og betri þjónustu.
Háskólaútgáfan gaf bókina út.
Útgáfuhófið er haldið í tengslum við menningarhátíðina Uppskeru sem fer fram í Reykjavík dagana 8. febrúar til 8. mars 2025. Tilefni hátíðarinnar er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Lykilviðburðir hátíðarinnar verða tveir, málþing í Háskóla Íslands 21. febrúar og menningarhátíð í Hörpu 22. febrúar. Auk þess verða viðburðir víðs vegar um borgina þar sem gestum gefst tækifæri á að njóta listsköpunar fatlaðs fólks. Í boði verður myndlistasýning, kvikmyndasýning, bókmenntakvöld, gjörningakvöld, ljóðakvöld, smiðjur auk viðburða á söfnum borgarinnar.
Dagskráin verður aðgengileg á auðlesnu máli og allir viðburðir táknmálstúlkaðir. Í Hörpu verður rittúlkun á ensku og sjónlýsing á íslensku og ensku. Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.
Verið öll velkomin á Uppskeru!
hi.is/uppskera
Tungumál: Íslenska og íslenskt táknmál
Aðgengi: Háskólatorg er með salerni aðgengileg fólki sem notar hjólastóla. Fyrir utan eru bílastæði merkt fyrir fatlað fólk.
Strætó: Strætisvagnar sem stoppa í grennd við Háskóla Íslands eru nr. 1, 3, 6 (stoppistöð Háskóli Íslands) og 12 (Stoppistöð Þjóðminjasafnið).
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Bóksala Stúdenta, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

KAMPAV\u00cdNSGLASASMI\u00d0JA - SKAPANDI KV\u00d6LDSMI\u00d0JUR \u00cd H\u00d6FU\u00d0ST\u00d6\u00d0INNI
Wed, 05 Mar, 2025 at 07:00 pm KAMPAVÍNSGLASASMIÐJA - SKAPANDI KVÖLDSMIÐJUR Í HÖFUÐSTÖÐINNI

Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland

Frambj\u00f3\u00f0endur kynna sig | Candidates introduce themselves
Wed, 05 Mar, 2025 at 07:30 pm Frambjóðendur kynna sig | Candidates introduce themselves

Hotel Reykjavik Grand

A\u00f0 n\u00fdta t\u00e6knina vi\u00f0 lestur og ritun
Wed, 05 Mar, 2025 at 08:00 pm Að nýta tæknina við lestur og ritun

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, Iceland

Mikael M\u00e1ni s\u00f3l\u00f3 \/ Guitar Poetry \u00e1 M\u00falanum
Wed, 05 Mar, 2025 at 08:00 pm Mikael Máni sóló / Guitar Poetry á Múlanum

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland

Samflot \u00ed \u00c1rb\u00e6jarlaug
Wed, 05 Mar, 2025 at 08:30 pm Samflot í Árbæjarlaug

Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík, Iceland

A\u00f0alfundur ADHD samtakanna fta 2025
Thu, 06 Mar, 2025 at 07:00 pm Aðalfundur ADHD samtakanna fta 2025

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, Iceland

V\u00edkingur leikur Beethoven - 75 \u00e1ra afm\u00e6list\u00f3nleikar
Thu, 06 Mar, 2025 at 07:30 pm Víkingur leikur Beethoven - 75 ára afmælistónleikar

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

A\u00f0alfundur Vi\u00f0reisnar \u00ed Mosfellsb\u00e6
Thu, 06 Mar, 2025 at 08:00 pm Aðalfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ

Viðreisn

Jazz \u00ed Dj\u00fapinu \/\/ Lat\u00ednband Alex\u00f6ndru R\u00f3sar
Thu, 06 Mar, 2025 at 08:30 pm Jazz í Djúpinu // Latínband Alexöndru Rósar

Veitingahúsið Hornið

\u00cdmark dagurinn 2025 \u2013 uppskeruh\u00e1t\u00ed\u00f0 marka\u00f0sf\u00f3lks \u00e1 \u00cdslandi.
Fri, 07 Mar, 2025 at 12:00 pm Ímark dagurinn 2025 – uppskeruhátíð markaðsfólks á Íslandi.

Háskólabíó

Zoolander - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 07 Mar, 2025 at 09:00 pm Zoolander - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events