Víkingur leikur Beethoven - 75 ára afmælistónleikar

Thu Mar 06 2025 at 07:30 pm to 09:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
V\u00edkingur leikur Beethoven - 75 \u00e1ra afm\u00e6list\u00f3nleikar
Advertisement
Í mars 2025 verða 75 ár liðin frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika. Af því tilefni verður efnt til hátíðartónleika þar sem hljómsveitin leikur stórvirki úr tónlistarsögunni undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Víkingur Heiðar Ólafsson er einn af eftirsóttustu klassísku tónlistarmönnum heims um þessar mundir. Á þessu starfsári kemur hann fram með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitir Berlínar, Lundúna og New York og frumflytur meðal annars nýjan píanókonsert John Adams með Sinfóníuhljómsveitinni í San Fransisco.
Víkingur hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun fyrir leik sinn og streymi af hljóðritunum hans undir merkjum þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Gramophon eru komin yfir einn milljarð. Á afmælistónleikunum tekst Víkingur á við fimmta píanókonsert Beethovens, Keisarakonsertinn, stórbrotið verk þar sem kraftmikil dramatík tekst á við ljóðræna fegurð í mögnuðu samspili einleikara og hljómsveitar.
Ein Heldenleben, eða Hetjulíf, er eitt þekktasta tónaljóð Richards Strauss. Verkið samdi Strauss þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar, var eftirsóttur hljómsveitarstjóri og hafði samið töluvert af verkum sem höfðu hlotið góðar viðtökur. Í Hetjulífi er tónskáldið sjálft söguhetjan, eins konar ofurmenni sem tekst á við mótlæti heimsins.
Tónleikarnir hefjast á nýjum hátíðarforleik Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, sem pantaður var af þessu tilefni. Hann er þó ekki eina verkið sem frumflutt verður á tónleikunum, en á þeim hljómar einnig í fyrsta sinn Darraðarljóð Jóns Leifs sem er skrifað fyrir kór og hljómsveit. Textann hefur Jón úr Brennu-Njáls sögu, nánar tiltekið hinum dulmagnaða nornasöng sem Dörruður verður vitni að í 157. kafla hennar. Í nótnahandritinu má sjá skrifað „samkvæmt 50 ára gamalli áætlun“ og er því ljóst að Jón hefur byrjað að huga að þessu viðfangsefni þegar á táningsaldri.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. 140 mínútur að lengd með tuttugu mínútna hléi.
*Píanókonsert nr. 2 eftir Brahms var upphaflega á efnisskránni og báru tónleikarnir heitið Víkingur leikur Brahms. Vegna breytinga á efnisskrá heita tónleikarnir nú Víkingur leikur Beethoven – 75 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Efnisskrá
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Glaðaspraða, hátíðarforleikur (frumflutningur)
Jón Leifs Darraðarljóð (frumflutningur)
Ludwig van Beethoven Píanókonsert Nr. 5
Richard Strauss Ein Heldenleben (Hetjulíf)
Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen
Einleikari
Víkingur Heiðar Ólafsson
Kórar
Kór Hallgrímskirkju
Kór Langholtskirkju
Kórstjórar
Steinar Logi Helgason
Magnús Ragnarsson
//
In March 2025, it will be 75 years since the Iceland Symphony Orchestra held its first concert. To mark this milestone, a celebratory concert will take place, featuring monumental works from music history under the baton of Eva Ollikainen, the orchestra's chief conductor.
Víkingur Ólafsson is one of the world's most sought-after classical musicians today. This season, he will perform with orchestras such as the Berlin, London, and New York Philharmonics and premiere John Adams's new piano concerto with the San Francisco Symphony. He has received numerous international awards for his performances, and his recordings under the Deutsche Grammophon label have been streamed over 1 billion times. Víkingur will perform Beethoven's Fifth Piano Concerto, The Emperor Concerto, at this concert, a grand masterpiece where powerful drama intertwines with lyrical beauty in a mesmerizing interplay between soloist and orchestra.
Ein Heldenleben (A Hero's Life) is one of the most famous tone poems by Richard Strauss. Composed at the height of Strauss's fame, when he was a sought-after conductor and celebrated composer, the work portrays the composer himself as the hero — a kind of superman who confronts the adversities of the world.
The concert opens with a new festive overture by Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, commissioned especially for the occasion. However, it is not the only premiere, as Jón Leifs's Darraðarljóð will also be performed for the first time. Written for choir and orchestra, the text of this work is drawn from Brennu-Njáls Saga, specifically the haunting witches' chant witnessed by Dörruður in chapter 157. The manuscript bears the note "according to a 50-year plan," indicating that Jón began contemplating this project as a teenager.
*Piano Concerto No. 2 by Brahms was originally on the program, and the concert was titled Viking plays Brahms. Due to changes in the program, the concert is now called Viking plays Beethoven – 75th Anniversary Concert
Program
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Gladdenboot, fanfare (World Premiere)
Jón Leifs Darraðarljóð
Ludwig van Beethoven Piano Concerto no. 5
Richard Strauss Ein Heldenleben
Conductor
Eva Ollikainen
Soloist
Víkingur Ólafsson
Choirs
Kór Hallgrimskirkju
Kór Langholtskirkju
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

A\u00f0 n\u00fdta t\u00e6knina vi\u00f0 lestur og ritun
Wed, 05 Mar, 2025 at 08:00 pm Að nýta tæknina við lestur og ritun

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, Iceland

Samflot \u00ed \u00c1rb\u00e6jarlaug
Wed, 05 Mar, 2025 at 08:30 pm Samflot í Árbæjarlaug

Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík, Iceland

\u00cdmark dagurinn 2025 \u2013 uppskeruh\u00e1t\u00ed\u00f0 marka\u00f0sf\u00f3lks \u00e1 \u00cdslandi.
Fri, 07 Mar, 2025 at 12:00 pm Ímark dagurinn 2025 – uppskeruhátíð markaðsfólks á Íslandi.

Háskólabíó

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: S\u00f6gustund me\u00f0 Max\u00edm\u00fas og sk\u00f3lahlj\u00f3msveit T\u00f3nlistarsk\u00f3la Hafnarfjar\u00f0ar
Sat, 08 Mar, 2025 at 11:00 am Fjölskyldudagskrá Hörpu: Sögustund með Maxímús og skólahljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

Mar\u00eda Magdalena og frumkristnin - 3ja laugardaga n\u00e1mskei\u00f0 me\u00f0 \u00de\u00f3reyju I. \u00ed Systrasamlaginu 2025
Sat, 08 Mar, 2025 at 11:00 am María Magdalena og frumkristnin - 3ja laugardaga námskeið með Þóreyju I. í Systrasamlaginu 2025

Óðinsgata 1, 101 Reykjavík, Iceland

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: S\u00f6gustund me\u00f0 Max\u00edm\u00fas \/\/ Story time with Maximus (in Icelandic)
Sat, 08 Mar, 2025 at 01:00 pm Fjölskyldudagskrá Hörpu: Sögustund með Maxímús // Story time with Maximus (in Icelandic)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

V\u00edsindakak\u00f3 - Borgarb\u00f3kasafni\u00f0 Sp\u00f6nginni
Sat, 08 Mar, 2025 at 01:00 pm Vísindakakó - Borgarbókasafnið Spönginni

Borgarbókasafnið Spönginni

Led Zeppelin hei\u00f0urst\u00f3nleikar - ELDBORG AUKAT\u00d3NLEIKAR
Sat, 08 Mar, 2025 at 05:00 pm Led Zeppelin heiðurstónleikar - ELDBORG AUKATÓNLEIKAR

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events