Advertisement
Athugið að viðburðinum hefur verið frestað um eina viku. Á velferðarkaffi, opnum fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar, verður fjallað um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir í Reykjavík. Meðal annars verður sagt frá nýsamþykktri og endurskoðaðri aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokknum, gerð grein fyrir nýjum búsetuúrræðum og sagt frá daglegum störfum Vettvangs- og ráðgjafarteymis Reykjavíkurborgar. Þá verður fjallað um hvernig vettvangshjúkrun hefur reynst í málaflokknum en Reykjavíkurborg sér um heimahjúkrun í Reykjavík með samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Fundurinn er á staðnum en hann verður jafnframt sendur út í streymi. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Samfélagshúsið Vitatorgi, Lindargata 59, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland