Advertisement
Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna standa ÍSÍ, UMFÍ og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir: Hvað segja vísindin? föstudaginn 7. mars 2025. Ráðstefnan stendur frá kl. 13:30 og stendur til kl.16:30.Á ráðstefnunni verða konur í aðalhlutverki. En þó að ráðstefnan sé um konur og íþróttir eða íþróttakonur sem viðfangsefni í rannsóknum, þá er hún ekki síður ætluð körlum enda eru þeir fleiri í þjálfara- og stjórnendastöðum í íþróttahreyfingunni.
ÍSÍ og UMFÍ héldu viðburð í tilefni sama dags í fyrra og ræddu þar um konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun íþróttafélaga. Núna skoðum við hvað fræðin segja okkur um konur og íþróttir.
Dagskrána má sjá undir umræða á viðburðinum.
Sala miða á ráðstefnuna hefst 1. mars næstkomandi og er takmarkaður sætafjöldi. Endilega meldið ykkur á viðburðinn til að missa ekki af neinu og svo þið getið látið allt fólk með áhuga á málinu vita af honum - svo allt fólk geti tekið daginn frá.
Miðinn kostar 2.500 krónur. Hægt er að kaupa miða hér: https://www.abler.io/shop/umfi/radstefna/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mzg0MDE=
Ráðstefnan verður send út í beinu streymi. Aðgengi að streymi kostar 1.500 krónur og er hægt að kaupa það hér: https://www.abler.io/shop/umfi/radstefna/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mzg0MDE=
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er laugardaginn 8. mars og er ráðstefnan haldin daginn áður. Dagurinn veitir kjörið tækifæri til að líta í bakspegilinn og fagna þeim framförum sem orðið hafa og líta fram á við.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland