Advertisement
Miðvikudaginn 3. september verður vinnufundur á Kaffi Vest þar sem íbúar ætla að ræða tækifæri og útfærslur á Hofsvallagötunni.Um áratugur er nú liðinn frá fjölmennum íbúafundi sem Reykjavíkurborg stóð fyrir í kjölfar framkvæmda á Hofsvallagötu. Enn bólar ekkert á heildstæðum umbótum á götunni þótt hún liggi um hverfiskjarna Vesturbæjarins og leiki lykilhlutverk í hverfinu. Nokkrir íbúar ætla á vettvangi Íbúasamtakanna að hittast til að ræða helstu vandamál, hvaða lausnir koma til greina og hvernig þau vilja sjá þau raungerast.
Fundurinn verður haldinn á Kaffi Vest nema aðsókn verði mikil.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Melhagi 20, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Melhagi 20, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland