Yin yoga & núvitund kennaranám 60 tímar

Sat, 11 Oct, 2025 at 08:00 am UTC+00:00

Yogavin | Reykjavík

Yogavin
Publisher/HostYogavin
Yin yoga & n\u00favitund kennaran\u00e1m 60 t\u00edmar
Advertisement
Yin yoga & núvitund 60 tíma kennaranám
hefst 11. október á kyrrðarvöku í Yogavin
Námið hefst á kyrrðarvöku í Yogavin sem dýpkar iðkun núvitundar í þögn undir leiðsögn kennara. Einstakt tækifæri til að kyrra hugann og njóta iðkunar á hjartnman hátt. Frætt um rætur núvitundar í buddha dharma, rætur sjálfsvinsemdar í metta, rætur yin og yang. Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund og metta hugleiðslu, Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund og metta hugleiðslu.
Á hinum helgunum þremur er frætt um orkubrautir, anatomiu, heilsufræði, kennslufræði og æfingakennsla. Heilnæmar helgar sem gefa djúpa hvíld og endurheimt lifsorku.
KENNT 4 HELGAR Í YOGAVIN
11. - 12. okt
25. - 26. mars
15. - 16. nóv
22. -23. apríl
YIN YOGA
Yin yoga felur í sér meðvitaða hjartnæma hlustun og heildræna meðhöndlun á líkama, tilfinningum, huga og fíngerðari orkusviðum.
Með því að hægja á, dvelja í liggjandi og sitjandi stöðum í 5 – 20 mínútur gefst tækifæri að kynnast líkama, tilfinningum, huga og orkusviði betur. Hver staða er eins og stutt hugleiðsla þar sem iðkun núvitundar opnar fyrir aukna meðvitund.
Anatomiskt gefur hver staða þrýstinudd sem hefur áhrif á líffæri, djúpvefi, liðamót, bein, orubrautir og orkustöðvar. Þannig getur iðkun yin yoga styrkt bein og liðamót, aukið blóðflæði og vökvaflæði, losað um stífni í bandvef og staðnaða orku.
Meðvituð öndun skapar jafnvægi í taugkerfi, eflir líkamsvitund og róar hugann.
Iðkunin miðast að því að efla kærleiksríka nærveru og skapa jafnvægi og traust.
NÚVITUND
Núvitundar (mindfulness) er aðgengileg og áhrifarík iðkun sem eflir jákvæða hugsun, eykur vellíðun í daglegu lífi. Áhrif núvitundar á líkamlega og andlega heilsu hefur verið rannsökuð og samþætt inní ýmis meðferðarúrræði t.d. MBSR (Mindfulness based stress reduction) og MBCT (Mindfulness based cognative therapy). Rannsóknir hafa leitt í ljós að iðkun yoga og núvitundar minnkar streitu og kvíða, bætir svefn og einbeitingu, eflri ónæmiskerfið og hefur heilnæm áhrif á líkamlega og andlega vellíðan.
Með því að beina athyglinni alúðlega að líkamanum og augnablikinu hér og nú, þjálfum við hugann og opnum fyrir virka hlustun og jákvæða athygli.
Frætt verður um rætur núvitundar í buddha dharma, fjórar stoðir núvitundar, metta hugleiðslu og grunnstefin í Buddha Dharma.
Frætt um iðkun núvitundar í yin yoga, hugleiðslu, kyrrðargöngum, íhugun og daglegum athöfnum.
Kennd grunntæknin í iðkun núvitundar og hvernig má flétta hana inn í yin yoga.
KENNARAr
Ásta Arnardóttir hefur kennt yoga frá 1999 og yin yoga frá 2012. Hún hefur víðtæka reynslu af iðkun og kennslu yin yoga og núvitundar. Hún er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Hún hefur djúpa reynslu af iðkun núvitundar, setið margar kyrrðarvökur m.a. 3 mánaða silent retreat á IMS 2014. Ásta stundaði nám í yin yoga hjá Sarah Powers 2012. Hún hefur boðið uppá 200 tíma yogakennaranám frá árinu 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Ásta hefur unun af iðkun og kennslu og leggur áherslu á skapandi og heildræna nálgun þar sem hvert og eitt finnur sína leið til heilunar og hamingju.
Sunna Baldvinsdóttir útskrifaðist úr kínverskri læknisfræði í Skóla Hinna Fjögurra Árstíða árið 2016. Síðan þá hefur hún verið að bæta við sig þekkingu á fleiri sviðum náttúrulækninga, þ.a.m. í detoxfræðum, lithimnugreiningu, og næringarráðgjöf, en núna stundar hún nám í heildrænum grasalækningum við The Irish School of Herbal Medicine.
Sunna kennir grunninn í yin yang og um orkubrautirnar sem tengjast líffærunum.
NÁNARI UPPLÝSINGAR www.yogavin.is
Skráning og nánari upplýsingar [email protected]
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Yogavin, Grensásvegur 16, 108 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Supersport! & Floni
Fri, 10 Oct at 08:00 pm Supersport! & Floni

IÐNÓ

Flashdance - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 10 Oct at 09:00 pm Flashdance - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Plantas\u00eda \u00ed Gar\u00f0heimum
Sat, 11 Oct at 12:00 pm Plantasía í Garðheimum

Garðheimar

Laxd\u00e6la \u2013 Vilborg Dav\u00ed\u00f0sd\u00f3ttir
Sat, 11 Oct at 04:00 pm Laxdæla – Vilborg Davíðsdóttir

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes, Iceland

PINK FLOYD \u00ed 60 \u00e1r \u00ed Eldborg H\u00f6rpu
Sat, 11 Oct at 09:00 pm PINK FLOYD í 60 ár í Eldborg Hörpu

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

BAROKK \u00c1 KL\u00daBBNUM SN\u00ddR AFTUR
Sat, 11 Oct at 09:00 pm BAROKK Á KLÚBBNUM SNÝR AFTUR

AUTO Nightclub & Venue

Drungi, M\u00f8rose & Ch\u00f6gma at BIRD RVK
Sat, 11 Oct at 09:00 pm Drungi, Mørose & Chögma at BIRD RVK

Bird RVK

The 17th International Green Energy Conference & the 6th International Conference on Energy and AI
Sun, 12 Oct at 09:00 am The 17th International Green Energy Conference & the 6th International Conference on Energy and AI

Harpa Conference Center, Reykjavík Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events