Advertisement
Hafa plöntur áhyggjur? Óttast þær hnattræna hlýnun og vopnvæðingu NATÓ? Þessu veltu vísindamenn og hippar fyrir sér á sjötta áratugnum. Kenningar um meðvitund plöntutegunda náðu vinsældum 1971 eftir útkomu bókarinnar Secret Life of Plants sem hélt því fram að plöntur væru vitsmunaverur. Bók Dorothy Retallack, The Sound of Music and Plants, renndi frekari stoðum undir þessar kenningar en í henni segir Dorothy frá rannsóknum sínum á áhrifum tónlistar á vöxt plantna. Hún heldur því fram að áferðarfögur tónlist af ýmsum toga, örvi vöxt plantnanna. Einn þeirra sem hneigðist til þessara kenninga var tónskáldið og raftónlistarfrömuðurinn Mort Garson. Árið 1976 samdi hann og hljóðritaði hljómplötuna Mother Earth’s Plantasia á splunkunýtt hljóðfæri, Moog Modular hljóðgervil, en hljómplatan er ein sú fyrsta til þess að vera alfarið gerð með slíku tæki. Tónlistin var gagngert sköpuð fyrir plöntur og ætlast til þess að hún yrði leikin sérstaklega fyrir laufgrænar lífverur heimilinna til þess að örva vöxt þeirra. Á plötunni mátti finna tónsmíðar sem báru titla á borð við Tónlist til að róa indíánafjöður og Veðhlauparasinfónían.
Hljómplata Garson náði ekki miklum vinsældum en eina leiðin til þess að eignast eintak var að versla pottaplöntu í plöntubúð í Los Angeles eða versla sérstaka tegund af rúmdýnu í Sears verslun. En þrátt fyrir að vera óaðgengileg náði hún útbreiðslu meðal aðdáenda raftónlistar og er í dag mikið költ verk í raftónlistarsögunni. Rannsóknir nútímans á tengslum milli tónlistar og vextri plantna hafa ekki beinlínis geta staðfest kenningar Dorothy Retallack og félaga en margt bendir til þess að það séu raunverulega einhver tengsl.
2025, nokkrum áratugum eftir útkomu Plantasíu, slá tónlistarhátíðin State of the Art og Garðheimar höndum saman og bjóða upp á fría tónleika í Garðheimum. Þar verður tónlist Plantasíu flutt af þremur hljómborðsleikurum á forna hljóðgervla af ýmsum toga. Hvort að tónleikarnir munu örva vöxt plönturíkis Garðheima verður að koma í ljós en tónleikarnir fara fram í húsakynnum Garðheima í Álfabakka 6, kl 12 að hádegi þann 11. október. Tónleikar standa yfir í tæpa klukkustund og er aðgangur ókeypis.
Plantasía í Garðheimum er hluti af dagskrá tónlistarhátíðarinnar State of the Art sem fer fram 7. - 12. október 2025. Nánar má kynna sér hátíðina á samfélagsmiðlum sem og heimasíðu hátíðarinnar
https://www.stateoftheartfestival.is
——��
Do plants worry? Do they fear global warming and NATO militarization? These were questions pondered by scientists and hippies in the 1960s. Theories about plant consciousness gained popularity in 1971 after the release of the book The Secret Life of Plants, which claimed that plants are intelligent beings. Dorothy Retallack’s book The Sound of Music and Plants further supported these theories, as she recounted her experiments on the effects of music on plant growth. She argued that aesthetically pleasing music of various genres stimulated plant growth.
One person drawn to these ideas was composer and electronic music pioneer Mort Garson. In 1976, he composed and recorded the album Mother Earth’s Plantasia on a brand-new instrument, the Moog Modular synthesizer—one of the first albums to be created entirely with such a device. The music was specifically composed for plants, intended to be played for leafy housemates to promote their growth. The album included compositions with titles like Music to Soothe the Savage Snake Plant and Symphony for a Spider Plant.
Garson’s album didn’t achieve mainstream success; the only way to get a copy was to buy a potted plant at a plant store in Los Angeles or a special type of mattress at a Sears store. Despite its limited availability, the album gained traction among fans of electronic music and is now considered a cult classic in the history of the genre. Research into the relationship between music and plant growth hasn’t definitively confirmed the theories of Dorothy Retallack and her peers, but there are many indications that some connection may indeed exist.
In 2025, a few decades after the release of Plantasia, State of the Art and Garðheimar are joining forces to offer a free concert at Garðheimar. The music of Plantasia will be performed by three keyboardists using vintage synthesizers of various sorts. Whether the concert will stimulate the growth of Garðheimar’s plant kingdom remains to be seen, but the concert will take place at Garðheimar, Álfabakki 6, at 12 noon on October 11. The performance will last just under an hour, and admission is free while space allows.
Plantasia in Garðheimar is part of music festival's State of the Art programme. The festival takes place Oct 7th - 12th 2025. You can check out the festival's programme on social media and the festival's website.
https://www.stateoftheartfestival.is
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Garðheimar, Reykjavík, Iceland