Advertisement
Við bjóðum ykkur innilega velkomin á opnun sýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur, Kveðja, laugardaginn næstkomandi kl 16:00 í Portfolio galleri Sýningin mun standa opin frá 16. nóvember til 7. desember
,,Rammarnir eru sumir flúraðir og bera þess merki að hafa búið við aðrar kringumstæður áður en þeir komu í það hlutverk sem þeir gegna nú. Kannski á fínu heimili eða í lítilli höll. Aðrar spýtur hér hafa haldið saman þungri steypu á meðan hún harðnaði og tók sig. Mótatimbur. Þetta eru grófar spýtur, óheflaðar með flísum.
Hin fínlega lína þráðarins er teikningin lifandi komin. Teikningin, grunnur myndlistar í gegnum árþúsundin missir aldrei gildi sitt. Tjáningin sem birtist í hraðri teikningu er nostursamlega endurframkölluð með nál og þræði. Nál er auðvitað eitt mesta galdratæki siðmenningarinnar. Hún getur saumað hluti saman. Og verið verkfæri fegurðarinnar og foringi hinnar þrívíðu línu þráðarins í striganum."
- Sigrún Hrólfsdóttir, brot úr texta fyrir sýninguna Kveðja
----------
Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri 1963. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og Handíðaskóla Íslands frá 1984-87, lærði íkonagerð í klaustri í Róm á Ítalíu 1987-88 og útskrifaðist frá Accademia di belle Arti í Flórens 1988-94. Kristín hefur eingöngu starfað við myndlist, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis. Verk hennar eru fjölþætt í tækni en byggja á klassískri hefð málaralistarinnar. Hún vinnur með teikningu, málun á pappír og striga, eggtemperu á tré með blaðgulli og saumuð verk á striga. Verk Kristínar eru í eigu helstu opinberra safna landsins, ásamt fjölda fyrirtækja og einkaaðila. Kristín hefur einnig verið stundakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands frá 2016. Hún hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og var veitt fálkaorðan árið 2018 fyrir framlag sitt til myndlistar.
Verið innilega velkomin, Portfolio galleri Hverfisgötu 71
www.portfolio.is
[email protected]
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hverfisgata 71, 101 Reykjavík, Iceland, Hverfisgata 71, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland