Advertisement
Notalegar samverustund (eitt skipti) þar sem þátttakendur prjóna hinn vinsæla skandínavíska Sophie Scarf frá Petit Knit.Dagsetningar: þriðjudaginn 22. janúar
Tími: 18:00-20:00
Verð: 12.900 kr.
Skráning hér: https://flodogfjara.com/products/prjonanamskeid-sophie-scarf-22-januar
Við leggjum saman af stað, hver á sínum hraða og prjónum saman. Þau fá prjónakennslu sem þurfa.
Innifalið er kennsla, uppskrift af Sophie Scarf frá Petit Knit, prjónar, framvindu pjónamerki frá Knitting Rituals og garn. Hægt er að velja um 100gr fíngarn (merino/nylon) frá Hex Hex eða Friendly Yarn bómullargarn frá Bobbiny.
Námskeið hentar vel fyrir byrjendur, upprifendur sem og lengra komna.
Ath. unnið í samstarfi við Petit Knit
Sköpun og handavinna eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. Þetta er frelsandi gjörningur innan ramma upphafs og endis og útkoman er þín.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Rauðarárstígur 1, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Rauðarárstígur 1, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets