Advertisement
Fimmtudaginn (já, ekki á föstudag eins og venjulega) 9. október munum við hittast til að ræða húsnæðismál. Bækurnar tvær sem við notum sem útgangspunkt eru Evicted, eftir Matthew Desmond (sem við lásum einnig í júní með Poverty by America) um hvernig útburður á fólki hefur orðið að tekjulind í nútíma kapítalísku samfélagi. Desmond er mannfræðingur sem fylgdi nokkrum fjölskyldum í hjólhýsahverfi eftir í nokkur ár.Einnig ætlum við að ræða Nomadland (sem var innblástur að bíómynd sem fékk fullt af verðlaunum 2021, þ.ám. óskarinn) sem er einnig saga fólks sem missir húsnæðið sitt eftir hrunið 2008 og getur ekki farið á eftirlaun svo þau taka að sér skammtímavinnu til dæmis í vöruhúsum Amazon og sofa í hjólhýsi.
Báðar bækur fylgja mannfræðingum fylgjast með í lífi alvöru fólks í Bandaríkjunum og hvernig "Ameríski Draumurinn" er lygi þar sem braskarar, lánadrottnar og stórfyrirtæki nýta sér ótrygga stöðu verkafólks.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hverfisgata 105, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Hverfisgata 105, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland