Advertisement
Á fundi Norræna félagsins föstudaginn 5. september kl. 16:30 munu Bogi Ágústson fréttamaður, Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur og Stefán Skjaldarson fv. sendiherra Íslands í Noregi fjalla um norsku kosningarnar 8. september og hvaða valkostum og möguleikum kjósendur í Noregi standa frami fyrir. Meðal spurninga sem þau munu reyna að svara eru: 1. Hvaða flokkur er er líklegur til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar?
2. Er aðild að Evrópusambandinu á dagskrá?
3. Mun „Stoltenberg-effekten“ ráða úrslitum um hvaða flokkur myndar ríkisstjórn?
4. Af hverju eru minnihluta stjórnir svo algengar í Noregi?
5. Geta úrslit kosninganna haft einhver áhrif á samskipti og samstarf Íslands og Noregs?
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Norræna félagsins við Óðinstorg í Reykjavík. Ekki þarf að greiða aðgangseyri og boðið verður upp á kaffi.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Óðinsgötu 7 , 101 Reykjavík, Iceland, Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland