Advertisement
Föstudaginn 5. september kl. 17:00 hefst vikulöng listahátíð í Neskirkju með opnun myndlistarsýningar tveggja stúlkna, þeirra Hildar Gissurardóttur Flóvenz og Álfrúnar Priya Einarsdóttur Sunnudóttur. Á listahátíðinni verður einnig boðið upp á tónleika þar sem ungt og upprennandi listafólk kemur fram. Tónleikarnir verða kynntir síðar.
Með þessu vill Neskirkja stuðla að því að koma ungu fólki á framfæri og styrkja það í námi sínu og sköpun. Umsjón með hátíðinni hefur Pamela De Sensi, flautuleikari og tónlistarkennari.
Hildur Gissurardóttir Flóvenz fæddist í Parma á Ítalíu árið 2006 og byrjaði ung að teikna og mála og hefur haldið því áfram síðan. Á síðustu árum hefur hún unnið meira með málverk og eftir stúdentspróf vorið 2025 lá leiðin í fornám Myndlistaskólans í Reykjavík þar sem hún sinnir nú myndlistinni öllum stundum.
Álfrún Priya Einarsdóttir Sunnudóttir er 16 ára og stundar nám við Menntaskólann við Sund. Hún hefur lengi haft áhuga á myndlist og hefur teiknað og málað frá unga aldri. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og grafíska hönnun í Borgarholtsskóla. Þetta er hennar fyrsta myndlistarsýning.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hagatorg, 107 Reykjavík, Iceland, Reykjavík, Iceland