Skref fyrir skref... Ráðstefna Brakkasamtakanna

Fri, 05 Sep, 2025 at 07:00 pm to Sat, 06 Sep, 2025 at 01:30 pm UTC+00:00

Þjóðleikhúsið | Reykjavík

Brakkasamt\u00f6kin -  BRCA Iceland
Publisher/HostBrakkasamtökin - BRCA Iceland
Skref fyrir skref... R\u00e1\u00f0stefna Brakkasamtakanna
Advertisement
Ráðstefna Brakkasamtakanna Skref fyrir skref...
Dagskrá helgarinnar hefst með opnunarviðburði í Þjóðleikhúsinu þar sem einleikurinn „Why me?” verður sýndur.
Einleikurinn ,,Why me?" er byggður á sönnum atburðum úr lífi leikkonunnar Christinu Selden – þetta er hennar saga, hennar barátta og hennar von. Með heiðarleika og húmor dregur hún áhorfendur inn í óvissuna, sársaukann og einsemdina sem fylgir veikindum – en líka í kraftinn, gleðina og óvænta lífsgleði. ATH. einleikurinn er á ensku.
Verkið var frumsýnt á dönsku árið 2021 og sló strax í gegn – lof gagnrýnenda og áhorfenda sameinast í einni rós: "Það er ekki hægt að horfa á þessa sýningu án þess að finna til, og jafnvel brosa."
Höfundur og leikstjóri: Kamilla Wargo Brekling
Ekki missa af þessari frábæru sýningu sem verður aðeins sýnd hérlendis í þetta eina skipti – tryggðu þér miða strax í vefverslun Krabbameinsfélagsins!
Eftir leiksýninguna verður „show and tell“, og er sá viðburður eingöngu ætlaður konum. Þar munu konur sem hafa farið í áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir eða fengið brjóstakrabbamein sýna mismunandi brjóstauppbyggingu eða brjóstnámsör (þær sem hafa kosið að fara ekki í brjóstauppbyggingu).
Þá verður Sandra Lárusdóttir frá Heilsa og útlit á staðnum og ætlar að framkvæma þrívíddar geirvörtutatto á módel á staðnum. Sandra sérhæfir sig m.a. í varanlegri förðun og medical tattoo.
Húsið opnar kl. 18:00 og dagskrá hefst kl. 19:00.
____________________________________________________________________
Dagskrá laugardaginn 6. september
Ráðstefna um áhættueftirlit, stuðning við arfbera og krabbameinsgreinda, nýjustu lyfjameðferðir og brjóstauppbyggingar og fósturvísagreiningar (PGT) á Íslandi.
Ráðstefnan fer fram laugardaginn 6. september í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar.
Húsið opnar kl. 09:00 og dagskrá hefst kl. 09:30.
Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki, erfðaráðgjöfum, sjúklingum, arfberum, aðstandendum og öðrum áhugasömum.
Dagskrá
9:30 – Erindi formanns Brakkasamtakanna | Jóhanna Lilja Eiríksdóttir
9:40 – Opnunarorð fundarstjóra | Katrín Júlíusdóttir
9:50 – Setningarávarp | Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra
10:00 – Áhættueftirlit í kjölfar greiningar á BRCA og öðrum áhættuaukandi krabbameinsbreytingum | Hákon Björn Högnason, erfðaráðgjafi Landspítala.
10:30 – Sálrænn stuðningur og ráðgjöf fyrir krabbameinsgreinda, arfbera og aðstandendur | Harpa Ásdís Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi í teymi ráðgjafar og stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands.
11:00 – Mismunandi möguleikar í brjóstauppbyggingu eftir krabbamein og áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir | Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, brjóstaskurðlæknir Landspítala / Klíníkinni
11:30 – Hádegishlé – léttar veitingar og kynningarbásar
12:15 – Nýjustu lyfjameðferðir við brjóstakrabbameinum og sértækir PARP hemlar fyrir BRCA arfbera með brjóstakrabbamein | Helga Tryggvadóttir, krabbameinslæknir Landspítala.
12:45 – Fósturvísagreiningar (PGT) á Íslandi | Þórir Harðarson, fósturfræðingur Sunnu frjósemi
13:15 – Spurningar og umræður í sal
Kynningarbása verður einnig hægt að skoða að ráðstefnu lokinni.
Markmið ráðstefnunnar
* Að veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi innsýn í nýjustu rannsóknir og meðferðir tengdar arfgengum krabbameinum.
*Að kynna fósturvísagreiningar sem hafa ekki verið í boði á Íslandi fram til þessa.
*Að skapa vettvang fyrir samræður milli fræðimanna, heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga með krabbamein og krabbameinsvaldandi erfðabreytur.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Þjóðleikhúsið, Hverfisgata 19, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Doktorsv\u00f6rn \u00ed fer\u00f0am\u00e1lafr\u00e6\u00f0i - Barbara Olga Hild
Fri, 05 Sep at 02:00 pm Doktorsvörn í ferðamálafræði - Barbara Olga Hild

Askja, Sturlugata 7, 102 Reykjavík. Stofa N-132

Breytingar \u00e1 nor\u00f0ursl\u00f3\u00f0um - S\u00fdningaropnun
Fri, 05 Sep at 04:00 pm Breytingar á norðurslóðum - Sýningaropnun

Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnes, Iceland

Norsku kosningarnar \u00ed september- um hva\u00f0 er kosi\u00f0?
Fri, 05 Sep at 04:30 pm Norsku kosningarnar í september- um hvað er kosið?

Óðinsgötu 7 , 101 Reykjavík, Iceland

TikArt - Listah\u00e1t\u00ed\u00f0 ungaf\u00f3lksins
Fri, 05 Sep at 05:00 pm TikArt - Listahátíð ungafólksins

Hagatorg, 107 Reykjavík, Iceland

Free Supermarket
Fri, 05 Sep at 05:30 pm Free Supermarket

Bergþórugata 20, 101 Reykjavík, Iceland

Group Healing - Krystic Energy System \ud83d\udd49\ufe0f Lei\u00f0in Heim
Fri, 05 Sep at 07:30 pm Group Healing - Krystic Energy System 🕉️ Leiðin Heim

Leiðin heim - Holistic healing center

Mercedes Benz Iceland Fashion Week
Fri, 05 Sep at 08:00 pm Mercedes Benz Iceland Fashion Week

Mercedes-Benz Ísland - Askja

Lj\u00f3si\u00f0 20 \u00e1ra \u2013 Afm\u00e6list\u00f3nleikar
Fri, 05 Sep at 08:00 pm Ljósið 20 ára – Afmælistónleikar

Háskólabíó

Bj\u00f6rg Brj\u00e1nsd\u00f3ttir
Fri, 05 Sep at 08:00 pm Björg Brjánsdóttir

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

Skyggnil\u00fdsing me\u00f0 \u00c1su \u00c1sgr\u00edmsd\u00f3ttur
Fri, 05 Sep at 08:00 pm Skyggnilýsing með Ásu Ásgrímsdóttur

Skipholt 50d, 105 Reykjavík, Iceland

To Wong Foo, Thanks for Everything! Julie Newmar - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning
Fri, 05 Sep at 09:00 pm To Wong Foo, Thanks for Everything! Julie Newmar - Föstudagspartísýning

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events