Advertisement
Staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sellóleikarinn Kian Soltani, þykir einn athyglisverðasti sellóleikari sinnar kynslóðar. Hann er margverðlaunaður, síðast hinum þýsku Opus Klassik verðlaunum. Soltani, ásamt Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra, kynnir hér tónleikadagskrá væntanlegrar Evrópureisu hljómsveitarinnar. Þar leikur tónlist finnska tónskáldsins Jean Sibelius stórt hlutverk. Dóttir norðursins sækir innblástur sinn í Kalevala ljóðabálkinn og segir í verkinu frá samskiptum hins göldrótta öldungs Väinämöinen við dóttur norðursins. Önnur sinfónía Sibeliusar er ein vinsælasta sinfónía hans. Viðtökurnar voru einstakar og gagnrýnendur kepptust við að ausa sinfóníuna lofi: Algert meistaraverk! Tónlistarunnendur hafa alla tíð eftir frumflutninginn verið sammála um að það hafi verið rétt mat.Annað meistaraverk, en öllu yngra, er sellókonsert Lutosławskis frá árinu 1970. Allt frá frumflutningi sellósnillingsins Mstislavs Rostropovitsj hefur konsertinn notið fádæma vinsælda. Konsertinn er hlaðinn orku, ljóðrænu og mikilli dramatík og var valinn einn af tíu bestu sellókonsertum tónlistarsögunnar af gagnrýnendum BBC tónlistartímaritsins haustið 2024.
Efnisskrá
Jean Sibelius Dóttir norðursins
Witold Lutosławski Sellókonsert
Jean Sibelius Sinfónía nr. 2
Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen
Einleikari
Kian Soltani
//
Program
Jean Sibelius Pohjola’s Daughter
Witold Lutosławski Cello Concerto
Jean Sibelius Symphony No. 2
Conductor
Eva Ollikainen
Soloist
Kian Soltani
The Iceland Symphony Orchestra's resident artist, cellist Kian Soltani, is considered one of the most notable cellists of his generation. He has won numerous awards, most recently the German Opus Klassik Award. Soltani, along with principal conductor Eva Ollikainen, presents the concert schedule for the orchestra's upcoming European tour. The music of Finnish composer Jean Sibelius plays a major role there. Pohjola's Daughter draws its inspiration from the Kalevala epic poem and tells the story of the magical elder Väinämöinen's relationship with the Daughter of the North. Sibelius's Second Symphony is one of his most popular symphonies. The reception was exceptional, and critics showered the symphony with praise: “An absolute masterpiece!” Ever since the premiere, music lovers have agreed that this was the correct opinion.
Another masterpiece, although much more recent, is Lutosławski's Cello Concerto from 1970. Ever since its premiere by cellist Mstislav Rostropovich, the concerto has enjoyed unprecedented popularity. The concerto is charged with energy, lyricism and great drama and was chosen as one of the ten best cello concertos in music history by the critics of the BBC Music Magazine in the autumn of 2024.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland