Advertisement
ÍSLENSKAHAG tríó er trommulaus djasshljómsveit, skipuð af þeim Alexander Grybos, gítarleikara, Guðjóni Steini Skúlasyni, saxófónleikara og Hlyni Sævarssyni, kontrabassaleikara. Allir stunduðu þeir nám saman við Menntaskóla í Tónlist og hafa í gegnum tíðina spilað saman í ótal mörgum verkefnum í mismunandi myndum, en tríóið kom upphaflega saman árið 2022 fyrir tónleika á Djasshátíð Reykjavíkur, þar sem þeir spiluðu fyrir fullu húsi á Skuggabaldri. Síðastliðið sumar fór hljómsveitin í tónleikaferðalag um Ísland, þar sem þeir keyrðu hringinn í kringum landið og spiluðu í kirkjum og kapellum landsbyggðarinnar. Efnisskrá tríósins er mestmegnis sett saman af frumsamdri djassmúsík sem litast af íslenskum menningaráhrifum, og eigin útsetningum af öðrum völdum tónverkum. Á þessum tónleikum mun bassaleikarinn Birgir Steinn Theodórsson koma fram með hljómsveitinni í stað Hlyns Sævarssonar, sem er um þessar mundir erlendis í háskólanámi.
- -
Tónleikaröðin Jazz í Djúpinu fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 vorið 2025. Djúpið er kjallarinn á veitingastaðnum Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). Inngangur í Djúpið er að aftan, til móts við Bæjarins beztu. Inngangurinn í kjallarann opnar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 ISK, miðar eru seldir við innganginn og í forsölu. Tónleikaröðin eru skipulögð af Jazzdeild FÍH og er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Reykjavíkurborg. Athugið að ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.
ENGLISH
HAG Trio is a drumless jazz band consisting of Alexander Grybos on guitar, Guðjón Steinn Skúlason on saxophone, and Hlynur Sævarsson on double bass. They all studied together at the Music College and have over the years played together in countless projects in various forms. The trio originally came together in 2022 for a performance at the Reykjavík Jazz Festival, where they played to a full house at Skuggabaldur. Last summer, the band went on a concert tour around Iceland, driving the Ring Road and performing in churches and chapels in rural areas. The trio's repertoire primarily consists of original jazz compositions influenced by Icelandic cultural elements, as well as their own arrangements of selected works. At this concert, bassist Birgir Steinn Theodórsson will perform with the band instead of Hlynur Sævarsson, who is currently abroad pursuing university studies.
- -
The Jazz í Djúpinu concert series takes place on Thursday nights at 8:30 PM during the autumn of 2025. Djúpið is the basement of the restaurant Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). The entrance to Djúpið is at the back, facing Bæjarins beztu. The entrance to the basement opens at 8:00 PM. Ticket price is 3.000 ISK, tickets are sold at the entrance and in advance. The concert series is organised by the Jazz Department of FÍH and is supported by the Cultural Fund of FÍH and the City of Reykjavík. Please note that there is no wheelchair access at the venue.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Veitingahúsið Hornið, Hafnarstræti 15, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets