Advertisement
Hljómsveitin Árstíðir heldur sína árlegu hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. desember. Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega frá árinu 2008 en það er einmitt árið sem hljómsveitin var stofnuð.Árstíðir verða nýkomnir heim af 3 vikna tónleikaferðalagi í Evrópu til að fylgja á eftir nýjustu breiðskífu sinni „Vetrarsól“ sem mun koma út þann 8. nóvember á þessu ári. „Vetrarsól“ er fyrsta plata Árstíða þar sem öll lögin eru sungin án hljóðfæra (a capella) og hefur að geyma samansafn af sígildum íslenskum lögum sem hafa verið útsett fyrir kóra.
Á tónleikunum verða að venju flutt frumsamin lög í bland við vel valin jóla- og hátíðarlög – og að sjálfsögðu verða flutt nokkur lög af nýju plötunni „Vetrarsól“.
Ekki missa af einstakri upplifun með Árstíðum í hátíðarskapi í Fríkirkjunni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 - húsið opnar kl. 20:30.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Fríkirkjan við Tjörnina, Fríkirkjuvegi 5,Reykjavík, Iceland
Tickets