Advertisement
HYLUR & FRÍÐA DÍS munu sjá til þess að þú hafir afsökun til að sleppa enn einu jólaboðinu enda ekki síður mikilvægt fyrir landann að fá tækifæri til að skíta út nýju spariskóna.Fyrsta band stígur á stokk kl 21:00.
2000 kr við hurð.
HYLUR er rokkhljómsveit skipuð fjórum æskuvinum utan af landi sem fá útrás tilfinninga sinna með því að búa til lög og flytja þau með látum. Það getur verið erfitt, flókið, spennandi, gaman, svekkjandi og stressandi að vera manneskja og því er oft gott að gleyma sér í amstri dagsins með því að hafa allt í botni að syngja, svitna og dansa.
Hljómsveitin HYLUR spilar melódískt poprokk. Við hlustuðum mikið á Bítlana í æsku, svo tók háskólarokkið, britpoppið og indíið við á unglingsárunum og einhver samsoðningur af öllu þessu er það sem mótaði okkar hljóm.
Meðlimir sveitarinnar eru drengir af Snæfellsnesi sem kynntust undir lok grunnskólaára sinna og hafa alltaf haldið hópinn síðan þá - ekki bara sem samstarfsmenn í tónlist heldur líka sem bestu vinir.
Hljómsveitin lauk upptökum á sinni fyrstu breiðskífu sumarið ́22 og platan kom út í september 2023. Platan hefur hlotið góðar viðtökur og til að mynda hafa lögin Town og Hideaway komist í 2.sæti á vinsældarlista X977. Midnight náði 1. sæti á listanum.
FRÍÐA DÍS hefur starfað sem tónlistarmaður frá unglingsaldri, aðallega sem söngkona og texta- og lagasmiður með Klassart, Eldum og Trilogiu. Árið 2020 hóf hún sólóferil og hefur síðan þá gefið út þrjár plötur hjá útgáfufyrirtækinu Smástirni;
Myndaalbúm, Lipstick On og Fall River.
Fríða spilar indírokk þegar hún er í skóm en þegar hún fer úr skónum er hún singer/songwriter.
Fríða Dís vinnur nú að sinni fjórðu breiðskífu sem er væntanleg á næsta ári ásamt því að spila á bassa og syngja í verkefnum Soffíu og Péturs Ben.
Fríða Dís syngur og spilar á bassa, Smári Guðmundsson spilar á rafmagnsgítar, Soffía Björg leikur einnig á rafmagnsgítar of syngur, Halldór Lárusson trommar og María Rún Baldursdóttir syngur.
English:
HYLUR is an Icelandic rock band that consists of four childhood friends. HYLUR’S music deals with the human aspect of our existence. It can be complicated, frustrating, fun, exciting and scary
to be a human being and to sing about your problems in upbeat rock songs has a great healing power.
HYLUR plays melodic pop/rock music. We listened to The Beatles a lot when we were little, then the college rock, britpop and indie rock won our hearts. Our music is a fusion of all these directions.
The members of the band met around the age of 14 in Stykkishólmur, Iceland and have remained best friends ever since. They had worked together on various musical projects before forming HYLUR in 2020.
The band finished their debut LP “HYLUR” in the summer of 2022 and it came out in September 2023. The singles Town and Hideaway from the album both went to no.2 on the top 20 list on Icelandic rock radio station X977 - Midnight went to no.1.
FRÍDA DÍS has worked as a musician since she was a teenager, mainly as a singer and songwriter with Klassart, Eldum and Trilogia. In 2020, she started a solo career and since then she has released three albums with the publishing company Smástirni;
Myndaalbúm, Lipstick On and Fall River.
Friða plays indie rock when she has her shoes on, but when she takes them off she is a singer/songwriter.
Friða Dís is currently working on her fourth LP, which is expected next year, as well as playing bass and singing in Soffía's and Pétur Ben's projects.
Friða Dís sings and plays bass, Smári Guðmundsson plays electric guitar, Soffía Björg also plays electric guitar and sings, Halldór Lárusson plays drums and María Rún Baldursdóttir sings.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Gaukurinn, Tryggvagata 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland