Advertisement
Berglind Rós Magnúsdóttir er þriðji fyrirlesari í hádegisfyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2025 en röðin er tileinkuð stéttarhugtakinu, stéttaskiptingu og samtvinnun þar sem stétt er lykilbreyta. Erindið ber titilinn: „Birtingarmyndir stéttaskiptingar meðal ungmenna í gegnum námsval til stúdentsprófs: Sjónarhorn nemenda skoðað út frá hugtökum Bourdieu“ og verður haldið á milli kl. 12 og 13 fimmtudaginn 27. febrúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.Í erindinu fjallar Berglind um niðurstöður rannsóknar sinnar um náms- og skólaval ungs fólks sem hún hefur unnið að síðan 2017. Markmið rannsóknar er að varpa ljósi á sjálfsmyndarsköpun ungs fólks í gegnum náms- og skólaval og hvernig ákveðin samþjöppun á félags- og menningarlegu auðmagni verður í ákveðnum skólum hefur um árabil mótað stofnanahátt þeirra. Gefin er innsýn í þau félagslegu og tilfinningalegu átök sem framhaldsskólanemendur upplifa þegar þau ganga í menntaskóla sem þau hafa lært að sé bæði merkilegri og fínni en þeir staðir sem þau hafa fram að því alið manninn á.
Öll velkomin!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Suðurgata 41,Reykjavík, Iceland