Advertisement
Örlög mannkyns eru um þessar mundir að taka á sig myndheimskreppu, sem í formi atvinnuleysis, fátæktar, heilsubrests,
byltinga, fósturdrápa, morða, sjálfsvíga, lasta, afbrigðileika,
óhamingjusamra hjónabanda, trúleysis og geðsjúkdóma, eru
byrði í svo vaxandi mæli að alls engin manneskja, getur til lengri
tíma litið, verið ósnortin af henni.
Stríð og styrjaldir herja á mannkynið og eru meira og minna sjálfsköpuð. Maður myndi halda að það væri því algjörlega nauðsynlegt að öðlast fullkomna yfirsýn yfir hvað það er sem raunverulega er að gerast, ekki aðeins er það gagnlegt heldur verður það í raun algjörlega nauðsynlegt, ef yfirhöfuð á að vera hægt að leiða þessa kreppu til lykta.
Mannkynið hefur kirkjur, musteri, spámenn og heimslausnara,
þar sem hið mikla boðorð: „Elskið hver annan“ eða „Hver sem
sverði bregður, mun fyrir sverði falla“ hefur í árþúsundir verið
boðað sem vegurinn til lífsins, en engu að síður sýnir það
afburða snilld við framleiðslu morðtóla og stríðsvéla. Svo ef
mannkynið hefði algjöra yfirsýn yfir eigin mátt, og ef við
drægjum mannkynið saman í einstakling þá myndum við segja
um þann sama einstakling að hann væri ekki heill á geði og því
myndi öll sálgreining hans sýna fram á, að slíkur einstaklingur
væri gjörsamlega snarbrjálaður og afbrigðilegur og ætti frekar
heima á geðheilbrigðisstofnun.
En sem betur fer er þetta ekki raunin. Núverandi
eymdarástand alls mannkynsins er því spurning um þróun. Það
er því ekki hægt að kenna nokkrum um. Það er byggt á
núverandi kerfi. Og maður getur ekki krafist þess, að það sýni
hærri hugsjónastefnu eða þróunarstig, en það sem hin
mannlega meðalvitund hefur þegar náð og myndar einmitt
núverandi stöðu þess.
Hilmar Sigurðsson flytur erindið á vegum Martinusar stúkunnar.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavík, Iceland, Ingólfsstræti 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland