Advertisement
Jarðfræðifélag Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands halda sameiginlega haustráðstefnu föstudaginn 21. nóvember í Öskju Náttúrufræðahúsi. Í ár, á alþjóðaári jökla (https://www.un-glaciers.org/en), beina Sameinuðu þjóðirnar kastljósinu að jöklum á hverfandi hveli. Alþjóðaárið hefur verið nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss og því verður þema ráðstefnunar að þessu sinni jöklar í öllu sínu veldi.Stefnt er að því að hafa þrjár setur fyrir fræðileg erindi (athugið þátttökugjald). Fjórða og síðasta setan verður öllum opin og er gestum að kostnaðarlausu. Hún verður tileinkuð Oddi Sigurðssyni sem hlaut á dögunum Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Oddur hefur helgað líf sitt rannsóknum á íslenskum jöklum og uppfræðslu almennings á þeim miklu jöklabreytingum sem hlýnandi loftslag veldur.
Oddur mun flytja erindi um helstu viðfangsefni sem hann hefur sinnt á sinni starfsævi, fyrst hjá Vatnamælingum Orkustofnunar og síðar á Veðurstofu Íslands. Einnig gefst áhugasömum kostur á að hlýða á önnur erindi um stöðu jökla á Íslandi í síðustu setu dagsins frá kl. 15-17. Jöklarannsóknafélag Íslands býður þátttakendum til móttöku að loknum erindum.
Þátttökugjald fyrir heilsdags ráðstefnuna er 5000 kr og hádegismatur kostar 1500 kr. Ellilífeyrisþegar og nemendur þurfa ekki að greiða fyrir ráðstefnuna en þeir þurfa þó að greiða fyrir hádegismat.
Verið öll velkomin - nauðsynlegt er að skrá sig: https://forms.gle/2uv41JAm9M2QQ57n7
Óskað er eftir ágripum meðal annars um jöklabreytingar, jökulhlaup, jöklajarðfræði, áhrif rýrnunar jökla á umhverfi sitt og náttúruvá því tengda, eldvirkni undir jöklum og framtíðarsviðsmyndir. Þátttakendur taki fram hvort þeir óski eftir því að halda erindi eða útbúa veggspjald.
Ágrip erinda/veggspjalda sendist á Þorstein Sæmundsson ([email protected]). Skilafrestur ágripa er mánudagurinn 17. nóvember. Skráningarfrestur á ráðstefnuna er til og með 19. nóvember.
Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands mun setja ráðstefnuna og góðir gestir ávarpa ráðstefnugesti í lok dags.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Askja - Náttúrufræðahús, Sturlugata 7, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.









