Advertisement
Aðalfundur Foreldrafélags Tónmenntaskóla Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 8. október kl. 18:00.Á fundinum mun Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og Suzukiþjálfari, ræða við okkur um hvernig foreldrar geta stutt sem best við sín börn og hjálpað þeim að ná árangri og sem mestri ánægju í tónlistarnáminu.
Þá verða hefðbundin aðalfundarstörf tekin fyrir.
Stjórn foreldrafélagsins hvetur alla foreldra til að sýna hug sinn og stuðning við skólann í verki og fjölmenna á aðalfundinn.
Sjáumst á aðalfundi.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Lindargata 51,Reykjavík, Iceland