Advertisement
Staðsetning: TorgiðAð líða vel og ná árangri í starfi, námi eða í einkalífinu byggist á góðum venjum. Umhverfi okkar breytist stöðugt sem þýðir að við erum sífellt í nýjum aðstæðum og þá er snjallt að skoða hvaða venjur við höfum í dag og hvort það sé eitthvað sem við viljum venja okkur af og hvort við viljum taka upp nýjar venjur árið 2026?
Dale Carnegie í samvinnu við bókasöfnin á höfuðborgarsvæðinu býður upp á ókeypis vinnustofur sem byggðar eru á metsölu bókunum Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu. Fólki gefst kostur á að heyra sögur af fólki sem hafa gert skemmtilega hluti og hvaða venjur þau hafa notað og í framhaldi að skoða sínar venjur og drauma fyrir næsta ár.
Vinnustofurnar eru léttar og skemmtilegar, verða í 60 mínútur og eru í boði á nokkrum bókasöfnum og ætlaðar öllum 15 ára og eldri. Allir sem koma fá eintak af Gullnu bók Dale Carnegie.
Valfrjáls skráning á www.dale.is/vinnustofur
Nánari upplýsingar veitir:
Jón Jósafat Björnsson – hann/he
Framkvæmdastjóri Dale Carnegie
[email protected] | 555 7080 / 864 5116
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagata 15, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











