Danshreyfimeðferð - Námskeið með Tómasi

Tue, 13 Jan, 2026 at 08:00 pm UTC+00:00

Skeifan 7,2nd and 3rd floor, 108 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Yoga Shala Reykjav\u00edk
Publisher/HostYoga Shala Reykjavík
Danshreyfime\u00f0fer\u00f0 - N\u00e1mskei\u00f0 me\u00f0 T\u00f3masi
Advertisement
Danshreyfimeðferð (Dance Movement Therapy) er listræn og líkamleg sálfræðimeðferð sem byggir á hreyfingu, dansi, tjáningu og skapandi æfingum. Meðferðin styður við tilfinningalega úrvinnslu, eflir andlegan vöxt og vellíðan, styrkir líkamlega heilsu og dýpkar sjálfsvitund.
Líkaminn geymir allar okkar reynslur og segir sögur í gegnum hreyfingu. Tilfinningar birtast í líkamstjáningu og í því hvernig við berum okkur í mismunandi aðstæðum. Í danshreyfimeðferð skapast öruggt rými þar sem hægt er að vinna með gamlar tilfinningar og áföll, en einnig að opna fyrir nýjar upplifanir og breytingar.
Með orðalausri tjáningu í gegnum hreyfingu má öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og tengjast öðrum á nýjan hátt. Meðferðin miðar að því að víkka út hreyfisvið líkamans og samþætta þær breytingar við hugræna og tilfinningalega upplifun einstaklingsins.
Á þessu fjögurra vikna námskeiði mun Tómas Oddur yoga & dansþerapisti leiða þig í gegnum ýmsar æfingar sem tilheyra þessari aðferð. Þátttakendur munu fræðast um helstu hugtök og hugmyndafræði DMT og prufa sig áfram með það.
Unnið verður með hreyfingu og dans (bæði með tónlist og í þögn), einnig með félagaæfingum, skrifum, myndlist, skynjunaræfingum, hugleiðslu, öndun og samtali. Þetta er fjórða námskeið Tómasar í Danshreyfimeðferð.
Lögð verður áhersla á að mynda semheldinn og þéttan hóp þar sem traust, virðing og trúnaður verður í forgrunni. Stutt heimaverkefni verða lögð fyrir.
Námskeiðið fer fram 13.Janúar - 5.Febrúar 2026 á Þriðjudags og Fimmtudagskvöldum kl.20:00 - 22:15
Verð: 36.900 kr.
Skráning:
Nánari upplýsingar: yogashala.is/danshreyfimedferd
_________________________________________________________
Um Tómas: Tómas Oddur Eriksson jóga-frumkvöðull, gleðigjafi, náttúru og tónlistarunandi með bakgrunn úr sviðslistum og BS í mannvistarlandfræði - hefur yfir áratug af reynslu sem yoga, dans og hugleiðslu kennari. Hann hefur menntað sig á Íslandi, Bretlandi, Spáni, Indlandi, Sviþjóð og USA. Í gegnum árin hefur hann haldið marga viðburði, fyrirlestra og samkomur sem tengjast hreyfingu eða miða að því að lyfta mannsandanum.
Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju og gleði. Hann kennir námskeið, opna tíma, einkatíma, gefur nudd og fer reglulega í fyrirtækjaheimsóknir með uppbyggjandi hópefli eða fyrirlestra. Þá tók Tómas virkan þátt í uppbyggingu Yoga Shala Reykjavík undanfarin ár þar sem hann leiddi kennaranám ásamt fleirum og er forsprakki Yoga fyrir Stirða Stráka.
Árið 2014 fór Tómas af stað með Yoga Moves sem hafa orðið vinsælir yoga, dans og hugleiðsluviðburðir með lifandi tónlist eða DJ. Tómas hefur einstak lag á að kalla fram það besta í fólki og fá það til að sleppa sér í gleði og dansi. Þá hefur hann einnig lokið Sacred Dance kennaranámi hjá Julie Martin sem er form af hugleiðslu á hreyfingu. Nýlega lauk Tómas tveggja ára meistaranám í Dance Movement Pshychotherapy við UAB háskólann í Barcelona þar sem hann lærði að vinna með hreyfingu og dans meðferðarskyni.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Skeifan 7,2nd and 3rd floor, 108 Reykjavík, Iceland, Skeifan 7, 108 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets
Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Discover more events by tags:

Health-wellness in Reykjavík

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

B\u00e6na- og huglei\u00f0sluhringur SRF\u00cd byrjar aftur m\u00e1nudaginn 12 jan\u00faar
Mon, 12 Jan at 08:00 pm Bæna- og hugleiðsluhringur SRFÍ byrjar aftur mánudaginn 12 janúar

Skipholt 50d, 105 Reykjavík, Iceland

F\u00e9lagsfundur 4x4 jan\u00faar
Mon, 12 Jan at 08:00 pm Félagsfundur 4x4 janúar

Síðumúli 31, 108 Reykjavík, Iceland

Bransadagurinn 2026
Tue, 13 Jan at 09:00 am Bransadagurinn 2026

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Netsvik, falsfr\u00e9ttir, ranguppl\u00fdsingar og gervigreind - Hva\u00f0 er raunverulegt?
Wed, 14 Jan at 05:30 pm Netsvik, falsfréttir, rangupplýsingar og gervigreind - Hvað er raunverulegt?

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

Skapandi peysusmi\u00f0ja me\u00f0 \u00ddr\u00farar\u00ed & Hringekjunni \u267b\ufe0f
Wed, 14 Jan at 06:30 pm Skapandi peysusmiðja með Ýrúrarí & Hringekjunni ♻️

Þórunnartún 2, 105 Reykjavík, Iceland

Karamazov-br\u00e6\u00f0urnir: N\u00e1mskei\u00f0 \u00ed Neskirkju
Wed, 14 Jan at 07:30 pm Karamazov-bræðurnir: Námskeið í Neskirkju

Neskirkja

Ignite Your Inner Fire with \u00de\u00f3rhildur \ud83d\udd25 Find your feminine magic! \ud83d\udc98
Wed, 14 Jan at 08:00 pm Ignite Your Inner Fire with Þórhildur 🔥 Find your feminine magic! 💘

Skeifan 7,2nd and 3rd floor, 108 Reykjavík, Iceland

N\u00e1mskei\u00f0 \u00ed IFS-partavinnu (Internal Family Systems) \u00e1 \u00cdslandi \u2013 Jan\u00faar 2026
Thu, 15 Jan at 09:00 am Námskeið í IFS-partavinnu (Internal Family Systems) á Íslandi – Janúar 2026

Ármúli 40 (3. hæð), 108 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events