Advertisement
Uppskeruhátíð sumarlesturs Safnahúss Borgarfjarðar laugardaginn 30. ágúst kl. 13:00.Við sláum upp heljarinnar veislu í lok sumarlesturs og fáum til okkar listamanneskjurnar Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur og Sigríði Ástu Olgeirsdóttur með tónlistarævintýri um drekann Paff og prinsessuna Sónatínu. Þær munu njóta aðstoðar áhorfenda og barna úr Æskukórnum. Verður þetta mikið fjör.
Síðustu vinningshafarnir verða dregnir út í lestrarsprettinum auk þess fá allir smá glaðning sem tóku þátt og boðið verður upp á eitthvað létt og svalandi fyrir gesti.
Öll börn og fjölskyldur þeirra eru velkomin og vonumst við til að sjá sem flest.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnes, Iceland, Bjarnarbraut 4, 310 Borgarbyggð, Ísland, Reykjavík, Iceland