Halli Gudmunds – Cuban Club (IS)
Föstudagurinn 29. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Halli Guðmunds Club Cubano kynnir nýjustu plötu sína „Live at Mengi“ en Halli setti saman sex hljóðfæraleikara til þess að útsetja og hljóðrita ný lög eftir sig í Kúbönskum og Kólumbískum tónlistarstíl. Platan var tekin upp á tónleikum með áheyrendum í Mengi við Óðinsgötu þar sem Halli hefur oft komið fram með mismunandi verkefni allt frá stofnun þess listarýmis. Með Halla, sem leikur á rafbassa eru Daníel Helgason á tres gítar og orgel, ásamt að vera pródúsent verkefnissins. Hilmar Jensson rafgítar, Jóel Pálsson á tenor og sópran saxófón, Matthías Hemstokk á trommur og Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk. Þess má geta að umbúðir plötunnar innihalda ljósverkabók eftir Evu Schram sem er höfundur alls myndefnis plötunnar.
Dagskrá Jazzhátíðar í Hörpu:
Föstudagurinn 29. ágúst
19:00 - Róberta Andersen (IS)
20:00 - Rebekka Blöndal: Billie Holiday í 110 ár (IS)
21:00 - O.N.E. (PL)
22:00 - Halli Guðmunds - Cuban Club (IS)
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*
///
Halli Guðmunds – Cuban Club (IS)
Friday, August 29 at 22:00
Harpa, Norðurljós
Evening Pass*
Halli Guðmunds’ Cuban Club presents their latest album Live at Mengi, the result of a vibrant collaboration where Halli gathered six instrumentalists to arrange and record new compositions in the style of Cuban and Colombian music. The album was recorded live in front of an audience at Mengi on Óðinsgata – a venue where Halli has frequently performed in various projects since its founding.
Alongside Halli on electric bass, the group features Daníel Helgason on tres guitar and organ (also the album’s producer), Hilmar Jensson on electric guitar, Jóel Pálsson on tenor and soprano saxophone, Matthías Hemstock on drums, and Kristofer Rodriguez Svönuson on percussion.
The album packaging includes a unique photo-art booklet by Eva Schram, who created all the visual content for the release.
Programme August 29
19:00 - Róberta Andersen (IS)
20:00 - Rebekka Blöndal: Billie Holiday í 110 ár (IS)
21:00 - O.N.E. (PL)
22:00 - Halli Guðmunds - Cuban Club (IS)
An Evening Pass is available for every night of the festival at Harpa, granting access to all concerts that evening. All performances take place in Norðurljós Hall (2nd floor). Please note: There are no single-ticket sales for individual evening concerts at Harpa.*
Event Venue
Harpa Concert Hall, Epal - Harpa og Laugavegur, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets