Sprettfiskur II (Shortfish)

Mon, 07 Apr, 2025 at 07:00 pm UTC+00:00

Bíó Paradís | Reykjavík

Stockfish - Film Festival in Reykjav\u00edk
Publisher/HostStockfish - Film Festival in Reykjavík
Sprettfiskur II (Shortfish)
Advertisement
Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur er haldin í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og verða aðgengilegar í spilara RÚV.
Boðið verður upp á umræður við leikstjóra eftir sýningarnar
LEIKNAR MYNDIR
Rísandi
Leikstjóri: Samúel Lúkas
Framleiðandi: Samúel Lúkas og Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Lengd: 17,06 mín
Um verkið: Adam, ungur og farsæll leikari, finnur ógnandi miða á bílnum sínum sem að setur allt á annan endann rétt fyrir mikilvæga áheyrnaprufu og stórt sjónvarpsviðtal. Ofsóknaræði stofnar ferli hans og samböndum í hættu þegar hann ætlar sér að finna sökudólginn og rísa á toppinn.
Réttstaða
Leikstjóri: Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Framleiðandi: Jóna Gréta Hilmarsdóttir og Kárason Þormar
Lengd: 11.09 mín
Um verkið: Dagur, ungur bílasali, á erfitt með að uppfylla hugmyndir samfélagsins um karlmennsku. Þegar hættulegur maður ógnar Brynju, kærustu hans, frýs hann af ótta og skömm. Til að bjarga stolti sínu lýgur hann að vinnufélögum sínum og segist hafa varið hana hetjulega. Þegar hann reynir að komast nær Brynju kemur áfallið hins vegar í ljós, og í örvæntingarfullri tilraun til endurheimta karlmennsku sína stefnir hann í óumflýjanleg átök við árásarmanninn.
Merki / Signals
Leikstjóri: Rúnar Ingi Einarsson
Framleiðandi: Ingimar Guðbjartsson
Lengd: 13,30 mín
Við inntökupróf í leiklistarskóla þarf Anna að takast á við tilfinningalega ringulreið úr fortíðinni – eða eiga á hættu að glata æskudraumi sínum.
Í takt
Leikstjóri: Hanna Hulda Hafþórsdóttir
Framleiðandi: Hanna Hulda Hafþórsdóttir
Lengd: 11,23 mín
Um verkið: Kara og Jenný hafa verið bestu vinkonur síðan í leikskóla en allt í einu er Jenný farin að hanga með öðrum krökkum í skólanum. Kara ákveður því að reyna að passa inn í hópinn en mistekst eftir niðurlægjandi atvik. Næsta dag er danskeppni sem Kara og Jenný hafa skráð sig í en Jenný mætir á síðustu stundu. Stelpurnar stíga á svið sárar út í hvora aðra og þegar þær byrja að dansa er hvorki líf né gleði í hreyfingum þeirra. Síðan kemur að spori í dansinum þar sem þær þurfa að vinna saman og treysta hvorri annarri. Á þeim tímapunkti finna þær fyrir sterkri tengingu og klára atriðið uppfullar af dansgleði. Samt sem áður hafa hlutirnir breyst og Kara lærir að samþykja það að þær séu að vaxa í sitthvora áttina og það er allt í lagi.
Ramminn
Leikstjóri: Óskar Þór Ámundason
Framleiðandi: Kolbeinn Gauti Friðriksson og Óskar Þór Ámundason
Lengd: 16,39 mín
Um verkið: Móðir Evu og Halldórs hefur hætt að tjá sig síðan hún veiktist. Síðan þá hefur Eva annast hana með aðstoð hjúkrunarfræðingsins Védísar en eftir að Halldór kemur í heimsókn til þeirra mæðgna verður röskun á heimilishaldinu með ófyrirséðum afleiðingum.
Ramminn er kvikmynd um systkinadýnamík, samskipti barna og foreldra, endurskrifun fortíðar og hlutverk tækni í minningavarðveislu.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Bíó Paradís, Hverfisgata 54,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Sm\u00e1smi\u00f0ja: Hva\u00f0 er stafr\u00e6n hreinsun?  |  Drop-in Workshop: How to Digitally Declutter
Mon, 07 Apr, 2025 at 04:30 pm Smásmiðja: Hvað er stafræn hreinsun? | Drop-in Workshop: How to Digitally Declutter

Borgarbókasafnið Grófinni

Sprettfiskur II (Shortfish)
Mon, 07 Apr, 2025 at 07:00 pm Sprettfiskur II (Shortfish)

Bíó Paradís

A\u00f0alfundur Vi\u00f0reisnar \u00ed Reykjav\u00edk
Mon, 07 Apr, 2025 at 08:00 pm Aðalfundur Viðreisnar í Reykjavík

Viðreisn

F\u00e9lagsfundur apr\u00edl m\u00e1na\u00f0ar
Mon, 07 Apr, 2025 at 08:00 pm Félagsfundur apríl mánaðar

Hellusund 3, Reykjavík, Iceland

F\u00e9lagsfundur 4x4 - apr\u00edl
Mon, 07 Apr, 2025 at 08:00 pm Félagsfundur 4x4 - apríl

Síðumúli 31, 108 Reykjavík, Iceland

Physical Cinema Festival - Stockfish 2025
Mon, 07 Apr, 2025 at 09:00 pm Physical Cinema Festival - Stockfish 2025

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

T\u00f3nlistar stund fyrir yngstu b\u00f6rnin 0-3 \u00e1ra
Tue, 08 Apr, 2025 at 10:30 am Tónlistar stund fyrir yngstu börnin 0-3 ára

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

M\u00e1l\u00feing - Prj\u00f3navetur \u00ed Listasafni Sigurj\u00f3ns \u00ed Laugarnesi
Tue, 08 Apr, 2025 at 03:30 pm Málþing - Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi

Listasafn Sigurjóns í Laugarnesi, 105 Reykjavík, Iceland

Self-tape Workshop with Vigf\u00fas \u00deormar Gunnarsson (DOORWAY)
Tue, 08 Apr, 2025 at 04:00 pm Self-tape Workshop with Vigfús Þormar Gunnarsson (DOORWAY)

Hafnar.Haus

Barnamenningarh\u00e1t\u00ed\u00f0 | Myndirnar lifna vi\u00f0
Tue, 08 Apr, 2025 at 04:30 pm Barnamenningarhátíð | Myndirnar lifna við

Borgarbókasafnið Árbæ

Image, Text, Time \u2013 F\u00cdT b\u00ed\u00f3
Tue, 08 Apr, 2025 at 07:00 pm Image, Text, Time – FÍT bíó

Bíó Paradís

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events