Advertisement
Í október verða 150 ár liðin frá stofnun Nýja-Íslands í Kanada. Af því tilefni verður efnt til opins málþings um mál, bækur og bókmenntir vesturfara á Íslandi og Nýja-Íslandi í fyrirlestrasal Eddu 3. október kl. 10–14. Stofnun Nýja-Íslands markar kaflaskil í sögu vesturferða. Þangað leituðu þúsundir Íslendinga í von um nýtt líf og betri kjör en buðust hér heima. Víða í Manitóba-fylki má finna merki um búsetu íslenskra innflytjenda, m.a. íslensk örnefni á borð við Gimli, Baldur, Lundar, Húsavík og Reykjavík. Tengslin eru þó ekki eingöngu söguleg og á hverju ári koma tugir þúsunda saman í bænum Gimli til að fagna Íslendingadeginum sem haldinn hefur verið í Manitóba í 135 ár.
Árnastofnun varðveitir gögn um íslensku vestanhafs og sögu vesturfara, m.a. örnefnaskrár, hljóðrit, handrit, bækur og margvísleg stafræn gögn. Til þess að heiðra þennan sameiginlega arf verður herbergi á bókasafninu í Eddu gefið nafnið Manitóba. Þar er geymt bókasafn Ragnars H. Ragnar sem bjó vestanhafs til fjölda ára og safnaði bókum á sviði vesturíslenskra bókmennta af mikilli ástríðu.
Dagskráin er öllum opin. Málþingið fer fram á íslensku og ensku.
Nýjar rannsóknir á Nýja-Íslandi
Þórhildur Helga Hrafnsdóttir: Manuscripts without Borders: How Can We Improve Iceland-Canada Cooperation on Shared Cultural Heritage?
Samuel Harold Wright: Icelandic as a Heritage Language in New Iceland
Hildur Sigurbergsdóttir: Birnir, úlfar og indjánar
Á slóðum vesturfara
Jónas Þór: Af hverju Vesturfarar.is?
Helga Hilmisdóttir: My amma was Icelandic: um listina að krydda ensku með íslensku
Katelin Marit Parsons: Samleifð: að fást við handrit íslenskra vesturfara
Bækur, bókasöfn og innflytjendur á Íslandi
Anna Valdís Kro: Fjöltyngd skrif á Íslandi: áskoranir, tækifæri og stuðningur stofnana
Jamie Johnson: Libraries and Refugee Inclusion in Iceland
Karítas Hrundar Pálsdóttir: Menning og sögur á einföldu máli
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Arngrímsgata 5, 107 Reykjavík, Iceland, Arngrímsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland