Advertisement
Leiksýningin Galdrakarlinn í Oz verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 24. janúar næstkomandi. Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir er leikhúsgestum að góðu kunn enda stýrði hún tveimur af vinsælustu barnasýningum síðustu ára: Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp. Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir börn og fullorðna og hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Þórunn leikstjóri segir frá sýningunni. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem ævintýraleg leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.
Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna. Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum. Öll eru hjartanlega velkomin!
Um sýninguna
Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni. Leiðin til Oz reynist vera þyrnum stráð og hætturnar leynast víða en sem betur fer eignast Dórótea óvænta vini á leiðinni.
Sagan byggir á samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow og We’re off to See the Wizard.
Heimasíða viðburðar: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/leikhuskaffi-galdrakarlinn-i-oz
Sýningin á vef Borgarleikhússins: https://www.borgarleikhus.is/syningar/galdrakarlinn-i-oz
Nánari upplýsingar veita:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
[email protected] | 411 6204
Emelía Antonsdóttir Crivello
[email protected] | 568 5500
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Borgarbókasafnið Kringlunni, Kringlutorg, 103 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











