Advertisement
Velkomin á fræðslukvöld Snjóflóðasamtaka Íslands, janúar 2026!Hitum saman upp fyrir veturinn á fjöllum í Tónabíó, hittum annað fjallafólk og fræðumst um snjóflóð saman. Ræðum málin og fjallaplön vetrarins með góðan drykk í hönd frá Rvk Bruggfélagi.
Snjóflóðasamtök Íslands eru fagfélag með markmiðið að auka aðgengi að snjóflóðafræðslu og menntun í landinu. Þessi viðburður er hluti af því átaki og spennandi dagskrá í boði þetta skiptið
// snjóflóðafræðsla um fjallaferðir og áhættumat frá sérfræðingum fagsins
// Skíðabíó
// kynning á nýjum snjóflóðavef Veðurstofunnar
// Snjóflóðastarf Landsbjargar
// kynning á snjóflóðanámskeiðum vetrarins
// Búnaðarkynning
// Fjalla-happdrætti!
Ath. Viðburðurinn er ókeypis!
Það verður gaman að sjá fjallafólk landsins samankomið á nýju ári og fagna upphafi vetrartímabilsins!
Vonandi förum við að sjá snjó í kortunum þangað til, en farið samt varlega þarna úti.
Snjóflóðasamtök Íslands
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
RVK Bruggfélag Tónabíó, Skipholt 33,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.










