Advertisement
Laugardaginn 17. janúar taka höfundarnir Fríða Ísberg og Brynja Hjálmsdóttir á móti stórskáldinu Kim Hyesoon í Mengi. Hin Suður-kóreska Kim Hyesoon er eitt merkasta ljóðskáld samtímans. Hún hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir verk sín, sem hafa komið út á fjölda tungumála og vakið sterk viðbrögð um allan heim. Hún er margverðlaunuð í heimalandinu og bók hennar Sjálfsævisaga dauðans fékk hin virtu Griffin ljóðaverðlaun árið 2019. Draugaverkjavængir frá árinu 2023 var valin ljóðabók ársins af New York Times og Washington Post. Hyesoon býr og starfar í Seúl og kennir ritlist við listaháskóla borgarinnar.
Viðburðurinn hefst klukkan 20.00 og samanstendur af ljóðupplestri og umræðum. Frítt er inn á viðburðinn auk þess sem smárit með íslenskum þýðingum á ljóðum skáldins býðst gestum endurgjaldslaust meðan birgðir endast. Þýðingarnar eru eftir Hye J. Park og Brynju Hjálmsdóttur.
Viðburðinn styrkir Reykjavík - Bókmenntaborg Unesco og King Sejong Institute.
Saltkjóllinn innan í mér
þegar sorginni er kyngt, vellur salt úr líkamanum
Hrollvekjandi saltásjóna þín
Dýrslegt augnaráð þitt
líkt og einmana brimsorfin eyja
Stundum, þegar háölduviðvörun er gefin út og sjórinn hefur brotist yfir
stuttar augnaháragirðingarnar
brotna byggingareiningar saltsins samt ekki niður
saltið blómstar á fingurgómunum líkt og stingandi snökt
Salt, mylur hruninn skugga minn og dreifir honum undir ljósastaur
Salt, bygging hafsins sem ég hef hlotið í arf
Salt, við reyndum að safna saman hafinu úr líkama okkar beggja
meðan við héldum þétt utan um hvort annað
Um leið og ég vaknaði í morgun var opið í saltverinu
ég heyri í rísandi saltbyggingu hafsins
ég fer í saltkjól
innan í mér
sem heitir
ú
t
h
a
f
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Mengi, Óðinsgata 2,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.










