Krossmiðlun 2025

Thu Sep 11 2025 at 08:30 am to 01:00 pm UTC+00:00

Hotel Reykjavik Grand | Reykjavík

Pipar\\TBWA
Publisher/HostPipar\TBWA
Krossmi\u00f0lun 2025
Advertisement
Taktu daginn frá 🗓️
Forsöluverð til 3. september‼️
Krossmiðlun 2025 er ómissandi viðburður fyrir öll sem vinna við eða hafa áhuga á markaðsmálum og þróun vörumerkja. Í ár beinum við sjónum að vistkerfi vörumerkja – hvernig ný tækni, samfélagsbreytingar og menningarstraumar móta og umbreyta sambandi fólks við vörumerki.
Frá upphafi árið 2012, hefur Krossmiðlun verið vettvangur þar sem helstu sérfræðingar og hugsuðir markaðsheimsins deila innsýn sinni, þekkingu og framtíðarsýn. Dagskráin í ár er skipuð öflugum fyrirlesurum sem munu kynna ferskar hugmyndir og praktískar lausnir fyrir þau sem starfa við markaðsmál í heimi þar sem þróunin er hröð. Að lokinni dagskrá býðst þátttakendum að njóta léttra veitinga og skerpa tengslin.
Krossmiðlun veitir kröftugan innblástur og sýn í heim stefnumóturnar, hönnunar og markaðsmála. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af! 🎯
Dagskrá:
8.00 Húsið opnar
8.30 Morgunverður
9:00 Ráðstefna hefst
12.00 Hádegisverður, spjall og tengslanet
13.00 Ráðstefnu lýkur
Innifalið í verði er:
Morgunverður, kaffi, léttur hádegisverður, léttvín og bjór ☕️🍻
Fyrirlesarar eru:
👉 Matthew Moran, yfirmaður stefnumótunar í nýsköpun hjá OAG (Omnicom Advertising Group). Matthew Moran vinnur á mörkum tækni, menningar og mannlegrar hegðunar og finnur þar ný tækifæri fyrir vörumerki framtíðarinnar. Hans bakgrunnur liggur í hönnun, vörumerkjastefnu og upplifunarhönnun og hann hefur mótað stefnu fyrir heimsþekkt vörumerki á borð við Adidas, Airbnb, Amazon, Apple, Campari og Tourism New Zealand.
Á ráðstefnunni leiðir Matthew gesti í gegnum það hvernig breytileg hegðun, hröð tækniþróun og menningarstraumar eru að umbreyta sambandi fólks við vörumerki. Hann kynnir jafnframt hagnýtan ramma til að hanna sannfærandi og merkingarbæran vörumerkjaheim sem fólk vill kynnast, upplifa og tengjast.
👉Paula Sonne frá Eleven\TBWA í Finnlandi, sérfræðingur í áunninni fjölmiðlaumfjöllun (earned media).
Paula stýrir samskiptastofunni Eleven og er leiðandi afl í „earned-first“ nálgun TBWA, þar sem hugmyndaauðgi og samfélagsleg tenging skiptir mestu máli. Hún hefur átt stóran þátt í margverðlaunuðum herferðum á borð við The Polite Type, Keys for Peace og For MENstruation, sem hafa vakið heimsathygli og hlotið viðurkenningar af Cannes Lions, D&AD og Forbes. Á ráðstefnunni mun Paula fjalla um hvernig vörumerki geta skapað raunveruleg tengsl og vakið athygli, ekki með meira fjármagni, heldur djarfari hugmyndum og nálgun.
👉Sigurlína Ingvarsdóttir, meðstofnandi fjárfestingarsjóðsins Behold Ventures og stjórnarmaður í Festi.
Sigurlína hefur starfað við tölvuleikjagerð í fjórum löndum og er ein af stofnendum norræna fjárfestingarsjóðsins Behold Ventures, sem fjárfestir í frumkvöðlateymum í tölvuleikjaiðnaðinum. Hún hefur leitt þróun á sumum af stærstu tölvuleikjavörumerkjum heims, þar á meðal Star Wars Battlefront og EA Sports FIFA. Í erindi sínu mun Sigurlína fjalla um reynslu sína af því að starfa við þessi risavörumerki og hvað aðrir geirar geta lært af tölvuleikjaiðnaðinum, sérstaklega þegar kemur að nýsköpun, vörumerkjavistkerfum og félagslegum tengslum framtíðarinnar.
👉Petter Høie, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Facebook í Noregi
Petter er ein áhrifamesta rödd Norðurlanda á sviði stafrænnar markaðssetningar, með yfir 25 ára reynslu í greininni. Hann var fyrsti starfsmaður Facebook í Noregi og átti stóran þátt í að móta stafrænt markaðslandslag á Norðurlöndunum. Petter hefur gegnt leiðtogahlutverki hjá alþjóðlegum tækni- og auglýsingastofum, auk þess að starfa sem ráðgjafi fyrir frumkvöðlafyrirtæki á borð við Aida – The Autonomous AI Agency. Í fyrirlestri sínum brúar Petter bilið frá upphafi vefborðanna yfir í vörumerkjavistkerfi dagsins í dag, knúin af gervigreind.
👉Ráðstefnustjóri er Bergur Ebbi Benediktsson
Forsöluverð til og með 3. september.
Almennt miðaverð 36.900
Sjáumst 11. september á Hótel Reykjavík Grand! 👋
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Hotel Reykjavik Grand, Tesla, Sigtún 38, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Iceland Fishing expo 2025
Wed, 10 Sep at 02:00 pm Iceland Fishing expo 2025

Laugardalshöll

Tilb\u00faningur: Perluarmb\u00f6nd | Fabrication: Bead bracelets
Wed, 10 Sep at 03:30 pm Tilbúningur: Perluarmbönd | Fabrication: Bead bracelets

Borgarbókasafnið Spönginni | Spöngin City Library | Spöngin 41, 112 Reykjavík

Make a thek | Samf\u00e9lagskveikja
Wed, 10 Sep at 05:30 pm Make a thek | Samfélagskveikja

Borgarbókasafnið Gerðubergi

Gulur dagur; Zumba part\u00fd - FR\u00cdTT INN
Wed, 10 Sep at 06:00 pm Gulur dagur; Zumba partý - FRÍTT INN

Menntaskólinn við Hamrahlíð, Reykjavík, Iceland

A\u00f0alfundur \u00cdb\u00faasamtaka Vesturb\u00e6jar 2025
Wed, 10 Sep at 08:00 pm Aðalfundur Íbúasamtaka Vesturbæjar 2025

Mýrargata 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland

Stefnum\u00f3tunardagur F\u00e9lagsr\u00e1\u00f0gjafaf\u00e9lags \u00cdslands
Thu, 11 Sep at 01:00 pm Stefnumótunardagur Félagsráðgjafafélags Íslands

Hilton Reykjavík Nordica (Reykjavík, Iceland)

Tilb\u00faningur: Stimplager\u00f0 | Fabrication: Stamp carving
Thu, 11 Sep at 03:30 pm Tilbúningur: Stimplagerð | Fabrication: Stamp carving

Borgarbókasafnið Árbæ | Árbær City Library | Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagb\u00f3karskrif undir jap\u00f6nskum \u00e1hrifum | Gu\u00f0r\u00fan \u00ed Nakano
Thu, 11 Sep at 05:00 pm Dagbókarskrif undir japönskum áhrifum | Guðrún í Nakano

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Introduction for brave hearts - family\/ somatic -or inner parts constellation
Thu, 11 Sep at 05:30 pm Introduction for brave hearts - family/ somatic -or inner parts constellation

Leiðin heim - Holistic healing center

Huglei\u00f0slun\u00e1mskei\u00f0 Zen \u00e1 \u00cdslandi
Thu, 11 Sep at 05:30 pm Hugleiðslunámskeið Zen á Íslandi

Klettháls 1, 111 Reykjavík

Byrjendan\u00e1mskei\u00f0 \u00ed l\u00ednudansi - KickStart Country
Thu, 11 Sep at 06:00 pm Byrjendanámskeið í línudansi - KickStart Country

Bíldshöfði 10, Reykjavíkurborg, Ísland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events