Tröllaleikur og leirsmiðja með Úr, Búr og Agli Sæbjörnssyni
Skemmtilegur krakkaklúbbur þar sem við leirum tröll og tröllaskart og hlustum á upplestur Egils Sæbjörnssonar myndlistarmanns úr nýþýddri bók hans um tröllin Úr og Búr, sem eru myndlistartröll. Þjóðsagnasýningin Stattu og vertu að steini, þar sem drauga, álfa og tröll er að finna, er opin í Sýningarstofunni og þar er líka tröllahringur sem er spennandi að sjá.
Leiðbeinandi: Ingibjörg Hannesdóttir sérfræðingur fræðslu og miðlunar
FRÍTT fyrir alla fjölskylduna!
--
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með starfrækslu krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Listasafn Íslands tekur vel á móti öllum börnum og fylgdarmönnum þeirra!
Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.
//
The kids' club Krummi at the House of Collections!
Troll Play and Clay Workshop with Ūgh and Bõögâr and Egill Sæbjörnsson
A fun kids' club event where we make trolls and troll jewelry out of clay and listen to a reading by Egill Sæbjörnsson, the visual artist, from his newly translated book about the trolls Ūgh and Bõögâr. The folklore exhibition Stand Still and Turn to Stone, which features ghosts, elves, and trolls is open in the Project Gallery, where you can see a Egill’s troll ring and imagine the size of a troll!
Free entry to this event!
---
For Families
The Gallery encourages families to visit and contemplate the art on their own terms. We also offer diverse programming on a regular basis with an emphasis on enabling families to enjoy time together in creative ways, whether through live guided tours or custom workshops. All events are advertised specially in connection with exhibitions.
The kids' club Krummi runs a varied and fun program every month where cheerful kids are invited to learn about the works of art in the collection of the National Gallery of Iceland, create works of art and play in a nurturing environment.
Event Venue & Nearby Stays
Safnahúsið - The House of Collections, Hverfisgata 15, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland