Advertisement
Ljósið býður í klappveislu!
Reykjavíkurmaraþonið er einn skemmtilegasti viðburður ársins og við í Ljósinu getum hreinlega ekki beðið. Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu.
Vilt þú koma með okkur á hliðarlínuna🙌?
Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið en gera má ráð fyrir að fyrstu hlauparar séu að fara framhjá okkur um klukkan 9:00.
Við hvetjum okkar fólk að mæta með hristur, trommur, flautur og annað skemmtilegt sem hvetur hlauparana okkar áfram🥳
Hér er hægt að melda sig í viðburðinn á Facebook og koma sér í hvatningargírinn fyrir 23. ágúst.
Sjáumst á hliðarlínunni!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Jl Husid, Hringbraut 119, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland