J.S. Bach: Messa í h-moll (UPPSELT)

Sun Apr 06 2025 at 05:00 pm to 07:30 pm UTC+00:00

Neskirkja | Reykjavík

K\u00f3r Neskirkju
Publisher/HostKór Neskirkju
J.S. Bach: Messa \u00ed h-moll (UPPSELT)
Advertisement
UPPSELT!
Kór Neskirkju ásamt Kammerkórnum Röst, Akranesi, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og einvala liði einsöngvara flytur Messu í h-moll eftir Johann Sebastian Bach undir stjórn Steingríms Þórhallssonar.
Flytjendur:
Kór Neskirkju, stjórnandi Steingrímur Þórhallsson
Kammerkórinn Röst, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, konsertmeistari Helga Ragnheiður Óskarsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran
Gissur Páll Gissurarson tenór
Gunnlaugur Bjarnason barítón
H-moll messa Bachs er eitt af mögnuðustu stórvirkjum tónlistarsögunnar. Bach-sérfræðingurinn Christoph Wolff hefur kallað messuna tónlistarlega og listræna trúarjátningu Bach. Lífseig hafa einnig verið orð svissneska nótnaforleggjarans Hans Georg Nägel, sem kynnti fyrirhugaða útgáfu verksins árið 1818 með orðunum “Das größte Musikkunstwerk aller Zeiten und Völker”, eða mesta tónverk allra tíma og þjóða. Vitað er að Carl Friedrich Zelter æfði verkið með tónlistarhópi sínum í Berlín 1813 og sagði það “das größte Kunstwerk das die Welt je gesehen hat”, eða mesta listaverk sem heimurinn hefði nokkru sinni litið. Svo mætti lengi halda áfram en víst er að enn eru ýmsir á sama máli.
Bach samdi messuna á rúmlega 25 ára tímabili, þar sem hann sameinaði fjölmarga tónlistarstíla og endurnýtti hluta úr mörgum eldri verkum sínum. Í ljósi þess að Bach samdi verkið yfir svo langt tímabil og betrumbætti það allt til æviloka má líta á það sem einhvers konar tónlistarlegt yfirlit. Messan er endurspeglun á ferli hans og tónlistarstíl.
Þótt Messa í h-moll hafi verið fullkláruð árið 1749, skömmu fyrir andlát Bachs, var hún ekki gefin út fyrr en síðar. Tilvist verksins var þó kunn sem nokkurs konar goðsögn og vitað er að eftirrit af verkinu frá 1765 rötuðu m.a. til Lundúna og Vínarborgar og áttu bæði Haydn og Beethoven eintök. Fyrsti opinberi flutningur verksins, svo staðfest sé, var í tveim hlutum, 20. febrúar 1834 og 12. febrúar 1835 og sagnir eru um að það hafi verið flutt í einhver skipti á árabilinu 1829 til 1836. Fyrsti staðfesti, opinberi flutningur messunnar í heild mun hafa verið í Frankfurt árið 1856. Sama ár var það gefið út af Bach-Gesellschaft í Leipzig í röð verka Bachs. Eftir það fór hróður þess víða og hefur það frá lokum seinni heimsstyrjaldar orðið það af stóru verkum Bachs fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara sem langoftast er flutt.
Verkið prýða fjölmargir glæsilegir kórkaflar, einsöngsaríur og dúettar sem gera miklar kröfur til kórsöngvara og einsöngvara. Þá leikur hljómsveit afar mikilvægt og krefjandi hlutverk í messunni.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Neskirkja, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Sprettfiskur II (Shortfish)
Mon, 07 Apr, 2025 at 07:00 pm Sprettfiskur II (Shortfish)

Bíó Paradís

A\u00f0alfundur Vi\u00f0reisnar \u00ed Reykjav\u00edk
Mon, 07 Apr, 2025 at 08:00 pm Aðalfundur Viðreisnar í Reykjavík

Viðreisn

F\u00e9lagsfundur apr\u00edl m\u00e1na\u00f0ar
Mon, 07 Apr, 2025 at 08:00 pm Félagsfundur apríl mánaðar

Hellusund 3, Reykjavík, Iceland

F\u00e9lagsfundur 4x4 - apr\u00edl
Mon, 07 Apr, 2025 at 08:00 pm Félagsfundur 4x4 - apríl

Síðumúli 31, 108 Reykjavík, Iceland

Physical Cinema Festival - Stockfish 2025
Mon, 07 Apr, 2025 at 09:00 pm Physical Cinema Festival - Stockfish 2025

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

T\u00f3nlistar stund fyrir yngstu b\u00f6rnin 0-3 \u00e1ra
Tue, 08 Apr, 2025 at 10:30 am Tónlistar stund fyrir yngstu börnin 0-3 ára

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

M\u00e1l\u00feing - Prj\u00f3navetur \u00ed Listasafni Sigurj\u00f3ns \u00ed Laugarnesi
Tue, 08 Apr, 2025 at 03:30 pm Málþing - Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi

Listasafn Sigurjóns í Laugarnesi, 105 Reykjavík, Iceland

Self-tape Workshop with Vigf\u00fas \u00deormar Gunnarsson (DOORWAY)
Tue, 08 Apr, 2025 at 04:00 pm Self-tape Workshop with Vigfús Þormar Gunnarsson (DOORWAY)

Hafnar.Haus

Barnamenningarh\u00e1t\u00ed\u00f0 | Myndirnar lifna vi\u00f0
Tue, 08 Apr, 2025 at 04:30 pm Barnamenningarhátíð | Myndirnar lifna við

Borgarbókasafnið Árbæ

Image, Text, Time \u2013 F\u00cdT b\u00ed\u00f3
Tue, 08 Apr, 2025 at 07:00 pm Image, Text, Time – FÍT bíó

Bíó Paradís

COSMIC CODEX VII
Tue, 08 Apr, 2025 at 07:00 pm COSMIC CODEX VII

White Lotus Venue - Bankastræti 2, 101 reykjavík

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events