Advertisement
Málþingið - Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? verður haldið þann 28. maí 2025 kl. 13.30-15.30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig verður málþingið í streymi.Málþingið er um niðurstöður viðtalsrannsókna um nýliða í kennslu þar sem kynjasjónarhorni var meðal annars beitt til að greina viðtölin. Sagt er frá tveimur rannsóknum, annarri þar sem rætt var fimm sinnum við sjö karla og hins vegar tvisvar til fjórum sinnum við ellefu konur, í báðum tilvikum yfir tveggja ára tímabil. Meiri upplýsingar má sjá hér: Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor emeritus og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiða rannsóknina. Auk þeirra voru Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Andri Rafn Ottesen og Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir í rannsóknarhópnum.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs opnar málþingið. Dagskráin er tveir fyrirlestrar og pallborðsumræður. Fyrirlestrarnir eru:
- Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu: Nýliðar og kynjasjónarhorn. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor emeritus og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
- Lærdómar af rannsókninni ræddir. Sigrún Gunnarsdóttir prófessor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.
- Pallborðsumræða er um Hvað má læra af þessum rannsóknum fyrir starf nýliða og fyrir skólastarfið í grunnskólunum? Stjórnandi pallborðs er Svava Björg Mörk, lektor og umsjónarmaður námsins Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þátttakendur eru ungir grunnskólakennarar úr rannsóknarhópnum sem stóð að rannsókninni, fulltrúi frá Rökvís, fagfélagi nýliða í kennsla og skólastjórnandi.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2,Reykjavík, Iceland