Britten, Saariaho og Sibelius

Fri, 30 May, 2025 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Britten, Saariaho og Sibelius
Advertisement
Hin sænska Ava Bahari leikur hér Fiðlukonsert Benjamins Britten sem er sívinsælt meistaraverk, uppfullt af tilfinningaþrunginni dramatík og leikandi lagrænu. Bahari er einn fremsti, ungi fiðluleikari Norðurlanda nú um stundir. Hún þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar aðeins 8 ára gömul en þar er hún einmitt staðarlistamaður á yfirstandandi starfsári. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir fiðluleik sinn og kemur á næstunni fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitir Lundúna og Helsinki, Sinfóníuhljómsveitina í Tokyo og BBC-þjóðarhljómsveitina í Wales en Bahari útskrifast í vor frá Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín.
Tónleikarnir hefjast á öðru verki eftir Britten, Four Sea Interludes, eða Fjórum sjávarmyndum, sem upphaflega voru leiknar milli atriða í óperu Brittens, Peter Grimes, frá 1945. Myndirnar leiða áheyrendur um staði og tíma í framvindu óperunnar, Jafnframt því að endurspegla tilfinningalega óreiðu söguhetjunnar.
Lumière et Pesanteur eftir Kaiju Saariaho er djúphugult og leiðslukennt verk sem býr yfir sterkri trúarlegri tengingu. Saariaho var eitt þekktasta samtímatónskáld Finna en hún lést árið 2023. Lokaverkið á efnisskránni er hins vegar hin stórglæsilega þriðja sinfónía Sibeliusar, sem segja má að umfaðmi áheyrendur með sinni þokkafullu og tæru nálgun á hið sinfóníska form. Það er Tabita Berglund sem heldur um tónsprotann á þessum tónleikum, en Berglund er ein af fremstu hljómsveitarstjórum Evrópu af yngri kynslóðinni.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
Efnisskrá
Benjamin Britten Four Sea Interludes, úr Peter Grimes
Benjamin Britten Fiðlukonsert
Kaija Saariaho Lumière et Pesanteur
Jean Sibelius Sinfónía nr. 3
Hljómsveitarstjóri
Tabita Berglund
Einleikari
Ava Bahari
//
The Swedish Ava Bahari performs Benjamin Britten's Violin Concerto, an evergreen masterpiece filled with emotional drama and playful musicality. Bahari is one of the leading young violinists in the Nordic countries. She made her first appearance with the Gothenburg Symphony Orchestra at just 8 years old, and has now returned there as Artist in Residence. She has won numerous awards for her violin playing. In the coming season, she appears as a soloist with orchestras such as the London Philharmonic, Helsinki Philharmonic, Tokyo Symphony Orchestra and BBC National Orchestra of Wales – as well as graduating this spring from the Hanns Eisler School of Music in Berlin.
The concert begins with another work by Britten, Four Sea Interludes, originally played between scenes in Britten's opera, Peter Grimes, from 1945. These interludes lead the audience through space and time in the opera's storyline, reflecting the emotional turmoil of the protagonist.
Lumière et Pesanteur by Kaija Saariaho is a profound and spiritually resonant work that embodies a strong religious connection. Saariaho was one of the most renowned contemporary composers in Finland until her passing in 2023. The final piece on the program is the magnificent Symphony no 3 by Sibelius, which envelops the audience with its rich and delicate approach to the symphonic form. Tabita Berglund, one of the leading young conductors in Europe, conducts the concert.
Program
Benjamin Britten Four Sea Interludes from Peter Grimes
Benjamin Britten Violin Concerto
Kaija Saariaho Lumière et Pesanteur
Jean Sibelius Symphony no 3
Conductor
Tabita Berglund
Soloist
Ava Bahari
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Botnss\u00falurnar allar fimm \u00ed einni g\u00f6ngu
Sat, 31 May, 2025 at 06:00 am Botnssúlurnar allar fimm í einni göngu

Botnssúlur

Fermingarveisla FM95BL\u00d6 - Timmy Trumpet
Sat, 31 May, 2025 at 05:00 pm Fermingarveisla FM95BLÖ - Timmy Trumpet

Laugardalshöll

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: Kr\u00edlat\u00f3nar \/\/ Tones for the tiny ones
Sun, 01 Jun, 2025 at 10:00 am Fjölskyldudagskrá Hörpu: Krílatónar // Tones for the tiny ones

Harpa Concert Hall and Conference Centre

Grzegorz Dolniak w programie \u201eMog\u0142o By\u0107 Gorzej\u201d Stand-Up REYKJAVIK
Sun, 01 Jun, 2025 at 04:00 pm Grzegorz Dolniak w programie „Mogło Być Gorzej” Stand-Up REYKJAVIK

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

SEPULTURA \u2013 40 YEARS FAREWELL TOUR
Wed, 04 Jun, 2025 at 08:00 pm SEPULTURA – 40 YEARS FAREWELL TOUR

Valsheimili

T\u00f3nlistarveisla me\u00f0 Barb\u00f6ru Hannigan
Thu, 05 Jun, 2025 at 07:30 pm Tónlistarveisla með Barböru Hannigan

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events