Advertisement
Robin Hemley og Rúnar Helgi Vignisson kynna og lesa úr sínum nýjustu bókum, How to Change History og Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu. Báðar takast bækurnar á við það hvernig við getum lært af fortíðinni og breytt henni á grundvelli þess lærdóms.1. mars 2025 kemur út ný bók eftir rithöfundinn og ritlistarkennarann Robin Hemley sem gegndi starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands haustið 2024. Þetta verður fyrsti upplestur Robins úr bókinni og því eins konar útgáfuhóf.
Bókin heitir How to Change History og er esseyjusafn. Þar glímir Robin við það hvernig einstaklingurinn siglir um mannkynssöguna og átökin milli persónulegrar og opinberrar sögu. Hann veltir vöngum yfir ljósmyndum, úrklippibókum, minnisvörðum, fasteignaauglýsingum, eltihrellum og bókmenntum, svo dæmi séu nefnd. Sjá nánari lýsingu á ensku hér fyrir neðan.
Robin Hemley hefur skrifað fjölda bóka af ýmsu tagi, skáldsögur, smásögur, sannsögur og kennslubækur í ritlist. Hann hefur kennt ritlist í áratugi, nú síðast í New York. Í níu ár stýrði hann námi í sannsagnaskrifum við Iowa-háskóla og er stofnandi alþjóðlegu ráðstefnunnar NonfictioNOW sem var haldin við Háskóla Íslands árið 2017. Robin nam á sínum tíma við rithöfundasmiðjuna Iowa Writers Workshop og lauk doktorsprófi í ritlist frá New South Wales-háskóla í Sydney. Fyrir skrif sín hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga.
Rúnar Helgi Vignisson sendi á haustdögum 2024 frá sér sannsöguna Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu þar sem hann tekst á við kynjaumræðu samtímans og teflir nýjustu rannsóknum gegn aldagömlu tregðulögmáli í samfélaginu en þó kannski ekki síst í sér sjálfum. Tilgangurinn er að uppfæra sig sem karlmaður í breyttum heimi. Rúnar þykir sýna hugrekki með því að fjalla um þetta viðkvæma málefni frá sjónarhóli karlmanns. Bókin hreppti verðlaun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar.
Rúnar Helgi er rithöfundur, þýðandi og prófessor í ritlist við Háskóla Íslands. Samanlagt hefur hann sent frá sér um 30 bækur, þýddar og frumsamdar. Nánari upplýsingar um Þú ringlaði karlmaður má finna á vefsíðu hans: https://uni.hi.is/rhv/sannsogur/thu-ringladi-karlmadur-tilraun-til-kerfisuppfaerslu/
Á ENSKU UM BÓK ROBINS
In How to Change History Robin Hemley grapples with the individual’s navigation of history and the conflict between personal and public histories. In an attempt to restore, resurrect, and reclaim what might otherwise be lost, Hemley meditates and speculates on photography, scrapbooks, historical markers, travelogues, TV shows, real estate come-ons, washed up rock stars, incontinent dachshunds, stalkers, skeletons in the closet, and literature. He also examines his parents’ lives as writers, documenting their under-seen influence on the art movements of the day.
In one essay, he writes about his mother’s first cousin, Roy, a survivor of Pearl Harbor whose troubled daughter murdered him. The essay “Jim’s Corner” examines the notion of memorial plaques and how they often highlight erasure rather than forestall it. Hemley writes about a stranger whose World War II experiences were chronicled in a scrapbook Hemley bought at an estate sale. In this book about reconstruction, Hemley posits that while we cannot change events once they have passed, we can return to those events to learn and sometimes perhaps change our understanding of them.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Skálda bókabúð, Vesturgata 10A, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland