BRÍM

Thu Mar 13 2025 at 08:30 pm to 10:30 pm UTC+00:00

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland) | Reykjavík

MurMur Productions
Publisher/HostMurMur Productions
BR\u00cdM
Advertisement
Ódauðleg list, auðvald og nepótismi eru meðal viðfangsefna í Brím, nýrri óperu Friðriks Margrétar-Guðmundssonar samin við líbrettó Adolfs Smára Unnarssonar. Eftir útskrift úr virtum listaháskóla í Amsterdam fær Nína Brím boð um að halda einkasýningu í þekktu galleríi heima á Íslandi. Hæfileikana sækir hún stutt, enda einkadóttir Karls Brím heitins, eins þekktasta listamanns þjóðarinnar frá seinni hluta 20. aldarinnar. Strax eftir opnunina renna þó á hana tvær grímur – í hverju nákvæmlega felst hrifning samlanda hennar á listaverkunum? Hvað er til sýnis og handa hverjum? Brím er fersk, áleitin og glettin samtímaópera með mörgum okkar hæfileikaríkustu söngvurum í aðalhlutverkum og frábæru listrænu teymi. Tilvalin upplifun fyrir óperuunnendur sem og áhugasama um formið.
Friðrik Margrétar hefur fest sig í sessi sem eitt okkar efnilegasta tónskáld, handhafi bæði Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Adolf Smári hefur vakið athygli fyrir sýningar á borð við Nokkur augnablik um nótt, Kannibalen og Undir. Loks liggja leiðir þeirra saman á ný, en fyrsta ópera þeirra, Ekkert er sorglegra en manneskjan, hlaut sjö tilnefningar til Grímuverðlaunanna og hreppti tvö þeirra.
Aðstandendur:
Tónlist: Friðrik Margrétar-Guðmundsson.
Líbrettó og leikstjórn: Adolf Smári Unnarsson
Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir.
Ljósahönnuður: Magnús Thorlacius.
Myndbönd og tæknilegar útfærslur: Fjölnir Gíslason
Tónlistarstjóri: Sævar Helgi Jóhannsson.
Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions
Dramatúrg fyrir líbrettó: Júlía Gunnarsdóttir.
Söngvarar:
Áslákur Ingvarsson
Björk Níelsdóttir
Hanna Dóra Sturludóttir
Ólafur Freyr Birkisson
Magrét Björk Daðadóttir
Unnsteinn Árnason
Þórgunnur Arna Örnólfsdóttir
Vera Hjördís Matsdóttir
Þórhallur Auður Helgason
Mynd á plakati: Owen Fiene
Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir
Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði listamanna.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland), Tjarnargata 12,Reykjavík, Iceland

Tickets

Discover more events by tags:

Festivals in Reykjavík

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Sensa dagurinn 13. mars - \u00dea\u00f0 sn\u00fdst allt um g\u00f6gn!
Thu, 13 Mar, 2025 at 12:00 pm Sensa dagurinn 13. mars - Það snýst allt um gögn!

Hilton Reykjavík Nordica (Reykjavík)

Su\u00f0r\u00e6n veisla
Thu, 13 Mar, 2025 at 07:30 pm Suðræn veisla

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Vinnustofa \u00ed teikningu til \u00e1hrifa - F\u00e9lagakv\u00f6ld Landverndar
Thu, 13 Mar, 2025 at 08:00 pm Vinnustofa í teikningu til áhrifa - Félagakvöld Landverndar

Guðrúnartún 1, 105

BANFF Fjallakvikmyndah\u00e1ti\u00f0 2025
Thu, 13 Mar, 2025 at 09:00 pm BANFF Fjallakvikmyndahátið 2025

Bíó Paradís

Bachata sensual workshop
Fri, 14 Mar, 2025 at 06:00 pm Bachata sensual workshop

Dansskóli Köru

ReykjaDoom: Dwaal (NO) at Gaukurinn + support
Fri, 14 Mar, 2025 at 08:00 pm ReykjaDoom: Dwaal (NO) at Gaukurinn + support

Gaukurinn

25 \u00e1ra afm\u00e6li UJ
Fri, 14 Mar, 2025 at 08:00 pm 25 ára afmæli UJ

IÐNÓ

Scott Pilgrim vs. the World - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 14 Mar, 2025 at 09:00 pm Scott Pilgrim vs. the World - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Skammdegi
Sat, 15 Mar, 2025 at 11:00 am Skammdegi

Bókasafn Akraness

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events