Advertisement
Skammdegi ❤️🩷💚💛💙💜– Myndlistasýning Láru Magnúsdóttur
Þér er boðið á opnun!
Um sýninguna:
Þegar veturinn teygir sig yfir landið með myrkri og kulda verður taugakerfið mitt og margra beintengt kuldanum og myrkrinu.
Skammdegi er myndlistasýning sem fagnar þessum tengslum, þar sem listamaðurinn vinnur með áhrif myrkursins á geðheilsuna, og andlega líðan.
Verkin á sýningunni voru unnin yfir þriggja mánaða tímabil á myrkasta tíma ársins. Listamaðurinn nýtir hvert tækifæri til að kanna fjölbreyttar tilfinningar sem vakna í skammdeginu – hvort sem þær eru róandi, órólegar eða þrá eftir birtu.
Sýningin býður gestum að staldra við, tengjast eigin upplifun af skammdeginu og finna fegurðina í kyrrðinni sem fylgir því. Það eru alltaf litir einhversstaðar ef maður leitast eftir þeim.
Sýningin verður haldinn dagana 15. mars - 10.apríl
Allir velkomnir, og hlakka til að sjá ykkur sem flest 🎉
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Bókasafn Akraness, Dalbraut 1,Akranes, Reykjavík, Iceland