Hennar hljómur | Tíbrá

Sun, 05 Oct, 2025 at 01:30 pm UTC+00:00

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland | Kopavogur

Salurinn T\u00f3nlistarh\u00fas
Publisher/HostSalurinn Tónlistarhús
Hennar hlj\u00f3mur | T\u00edbr\u00e1
Advertisement
Fluttur verður hinn margrómaði og áhrifamikli ljóðaflokkur Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann við ljóð Adalbert von Chamisso, í sviðsetningu Snæfríðar Sólar Gunnarsdóttur. Verkið er eitt af þekktustu ljóðaflokkum Schumanns og er gjarnan flutt um heim allan. Með því að sviðsetja verkið, stígum við einu skrefi nær áheyrendum og bjóðum þeim þar með að upplifa verkið á áþreifanlegan hátt þar innri heimur og tilfinningalíf ljóðmælandans, kvenpersónunnar er í aðalhlutverki. Flokkurinn rekur tilfinningalega vegferð hennar um þýðingarmikið tímabil í lífi hennar. Allt frá því hún ber ástmann sinn fyrst augum, trúlofast, giftist, kynnist móðurhlutverkinu og þangað til ástmaður hennar fellur frá, langt fyrir aldur fram.
Á seinni hluta tónleikanna verður sjónum beint að tónverkum rómantískra kventónskálda. Margar þessara tónskálda gáfu verk sín út undir nöfnum eiginmanna sinna eða annarra karlkyns kollega, þar sem samfélagið leyfði þeim ekki að njóta sannmælis. Með þessari dagskrá viljum við varpa ljósi á ósýnilegri anga tónlistarsögunnar en jafnframt á sögur kvenna og þeirra ýmsu birtingarmyndir.
Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 13:00. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.
-----
Guðný Charlotta Harðardóttir hóf sína tónlistarmenntun 6 ára gömul við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa stundað nám þar til 19 ára aldurs tók við nám við Tónlistarskólann í Garðabæ þar sem hún kláraði framhaldsprófið í píanóleik. Við tók þriggja ára háskólanám á hljóðfærakennslubraut við Listaháskóla Íslands. Guðný Charlotta hefur nú lokið við meistaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum með hæstu einkunn, þar sem hún stundaði nám frá haustinu 2020. Guðný hefur flutt mörg af einleiksverkum tónlistarsögunnar en hefur lagt mikla áherslu á kammertónlist og meðleik með söngvurum. Ásamt því að hafa stundað samspil, þá hefur Guðný tekið virkan þátt í flutningi íslenskra nútímaverka. Ásamt því að hafa stundað nám í Danmörku, hefur Guðný komið fram á tónleikum í Finnlandi, Svíþjóð, Færeyjum og á Ítalíu.
Guðný Charlotta hefur staðið sjálf fyrir nokkrum tónleikum og má þar nefna tónleika sem tileinkaðir voru lögum Sigfúsar Halldórssonar og tónleikar með norrænu ívafi með dönsku sópransöngkonunni Cecilie Bang í fyrra sumar. Einnig má nefna flutning hennar ásamt Trillutríóinu á útsetningum Atla Heimis Sveinssonar og lögum frá Vestmannaeyjum. Guðný Charlotta hefur hlotið nokkra styrki og viðurkenningar og má þar helst nefna Halldór Hansen styrkinn sem henni var veittur árið 2020 og menningarstyrki frá SASS ásamt því að hafa verið valin Bæjarlistarmaður Vestmannaeyja 2021. Undanfarin misseri hefur Guðný verið virkur flytjandi með kammersveitum erlendis og má þar nefna nokkur verkefni með Aarhus Kammerorkester frá Danmörku. Einnig má nefna að hún var tónlistarstjóri í uppfærslu Söngskóla Sigurðar Demetz á óperunni “Töfraflautunni” eftir W.A.Mozart. Ásamt því að vera virkur tónlistarflytjandi, vinnur Guðný við kennslu og meðleik í Tónlistarskóla Garðabæjar.
-----
Hin hálf íslenska, hálf sænska sópransöngkona Vera Hjördís Matsdóttir lauk meistaragráðu í klassískum söng við Konunglega Tónlistarháskóla Í Den Haag árið 2024 undir handleiðslu Frans Fiselier. Þar áður lauk hún bakkalárgráðu við Listaháskóla Íslands vorið 2020. Kennarar hennar voru Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Við útskrift frá Listaháskólanum var Vera valin sem styrkhafi úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Hún var einnig í hópi þeirra 16 afburða námsmanna sem hlutu námsstyrk frá Landsbankanum vorið 2023. Vera hlaut sérstök verðlaun í Vox Domini árið 2024 fyrir besta flutning á verki eftir tónskáld keppninnar sem það ár var Hildigunnur Rúnarsdóttir. Hún kom fram á Opernfest Prague í Smetana Hall í júlí 2023 ásamt Sinfóníuhljómsveit. Vera kemur reglulega fram sem einsöngvari hér á landi. Nýjustu dæmi telja þátttaka hennar í uppfærslu Kammeróperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Borgarleikhúsinu í hlutverki Barbarínu en einnig þátttaka hennar í óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Lagerhreinsun \u2014 Sportv\u00f6rur \u2014 Dalvegi 32a
Sun, 05 Oct at 11:00 am Lagerhreinsun — Sportvörur — Dalvegi 32a

Dalvegur 32a, 201 Kópavogur, Iceland

DRAUMALANDSLAG - Fj\u00f6lskyldusmi\u00f0ja me\u00f0 \u00deYKJ\u00d3 X DLD
Sun, 05 Oct at 01:00 pm DRAUMALANDSLAG - Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ X DLD

Garðatorgi 1, 210 Garðabær, Iceland

Breathwork \u00ed sv\u00f6vuh\u00fasi  \ud83e\udd85
Sun, 05 Oct at 05:30 pm Breathwork í svövuhúsi 🦅

Heiðmörk

Bjargr\u00e1\u00f0 og lei\u00f0ir gegn einmanaleika
Tue, 07 Oct at 05:00 pm Bjargráð og leiðir gegn einmanaleika

Bókasafn Kópavogs

Gar\u00f0aprj\u00f3n: Finnskir lestarsokkar
Wed, 08 Oct at 10:30 am Garðaprjón: Finnskir lestarsokkar

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

Bj\u00f6rn \u00deorsteinsson | Hva\u00f0 er l\u00edkami og hver er sta\u00f0a hans \u00ed heiminum?
Wed, 08 Oct at 12:15 pm Björn Þorsteinsson | Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum?

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events