Advertisement
Draumalandslag er smiðja með landslagsarkitektum á vegum DLD og hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Þátttakendur hanna lítinn landskika fyrir ímyndaðan íbúa og þjálfast í að hugsa í skala og móta umhverfi í kringum lífveru.ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, vöruhönnunar og innsetninga. ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 fyrir verkefnið „Börnin að borðinu“.
DLD er framsækið fyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði landslagsarkitektúrs, skipulags og vöruhönnunar. Fyrirtækið byggir á yfir 20 ára starfsreynslu Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts.
Smiðjan er í viðburðarröð vetrarins hjá Hönnunarsafni Íslands. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar býður safnið börnum og fjölskyldum í skapandi samverustund þar sem við opnum glugga inn í ólíkar greinar hönnunar og listhandverks.
Smiðjurnar eru ávallt leiddar af fagfólki og aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Dagskráin miðast við börn frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Garðatorgi 1, 210 Garðabær, Iceland, Garðatorg 1, 210 Garðabær, Ísland, Kopavogur, Iceland