Advertisement
Handleikið - Ragnhildur Jóhanns SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík
Sýningaropnun 6. mars 17-20
Lokahóf 3. apríl kl 17-20
Opnunartími:
Mánudaga - föstudaga:12-16
Laugardaga og sunnudaga 13-17
Málverkasýningin Handleikið eftir Ragnhildi Jóhanns opnar í Sím gallery fimmtudaginn 6. mars á afmælisdegi listakonunnar. Þar gefur að líta 18 ný málverk sem Ragnhildur hefur unnið að síðustu 15 mánuði.
Málverkaseríuna Handleikið má kalla klassískt kyrralíf – hefðbundið uppstillt viðfang, vandlega útfært og með djúpri virðingu fyrir hefðinni en við nánari athugun afhjúpast óvænt hreyfing inn í formfast kerfið. Mannleg snerting, þar sem hendur birtast og umbreyta hinu sígilda myndformi. Kyrralífið rofið.
Kyrralífsmyndir hafa í gegnum aldirnar verið táknmynd fegurðar, upphafning hversdagslegra hluta og hinnar óhagganlegu reglu listarinnar. Í verkum Ragnhildar er kyrrðin ekki algild, ekki einungis spegilmynd hinnar fullkomnu reglu, heldur vettvangur mannlegrar íhlutunar – handa, sem spretta fram úr tóminu og káfa, snerta og breyta.
Höndin, þessi óvænti innrásaraðili í kyrrðina, verður sögn um líf og óreiðu. Því fastar sem verk Ragnhildar halda í hina klassísku fagurfræði og hefð, því skýrari verður truflunin og myndun spennuþrunginna andstæðna – milli hinnar skipulögðu fegurðar og mannlegrar óreiðu – sem blæs lífi í atburðarás verkanna. Áhorfandinn er dreginn inn í heim þar sem snerting skapar tengingu, þar sem höndin bætir við nýrri frásögn í kyrralífsmyndina, býður okkur að taka þátt, að finna mennskuna í miðri kyrrðinni. Hún vekur okkur til umhugsunar um hvers vegna við endurtökum hið kunnuglega, hvers vegna við snertum, hvers vegna við þráum tengingu – og hvers vegna, í raun, það er aldrei óþarfi að hugsa eitthvað upp á nýtt.
Ragnhildur Jóhanns (f. 1977) myndlistarkona býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga, bæði á Íslandi og erlendis. Ragnhildur vinnur með fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, þar á meðal olíumálverk, teikningar, klippimyndir, prent og skúlptúra. Auk þess hefur hún unnið markvisst með bókverkagerð og gefið út fjölda bókverka.
_______________
Handled - Ragnhildur Jóhanns
SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík
Exhibition Opening: March 6, 5–8 PM
Closing Reception: April 3, 5–8 PM
Opening Hours:
Monday – Friday: 12:00–16:00
Saturday and Sunday: 13:00–17:00
The exhibition of the series of paintings Handleikið/Handled by Ragnhildur Jóhanns opens at SÍM Gallery on Thursday, March 6—on the artist’s birthday. The exhibition presents 18 new paintings created by Ragnhildur in the past 15 months.
The Handleikið series can be described as classical still life, traditionally composed, meticulously executed, and deeply respectful of tradition. Upon closer inspection, an unexpected movement emerge, a subtle chaos infiltrating an otherwise orderly world: a human touch, as hands appear and transform the timeless visual form. The stillness of the still life is disrupted.
Throughout history, still life paintings have symbolized beauty, the elevation of everyday objects, and the unshakable order of art. In Ragnhildur’s work, stillness is not absolute. It is not merely a mirror of perfect order but a stage for human intervention—hands emerging from the void, touching, grasping, and altering.
The hand, an unexpected intruder in the stillness, becomes a statement of life and disorder. The more firmly Ragnhildur’s paintings adhere to classical aesthetics and tradition, the more striking the disruption becomes, generating a charged tension between structured beauty and human chaos—bringing the works to life. The viewer is drawn into a world where touch creates connection, where the hand introduces a new narrative to the still life. It invites us to engage, to find humanity within stillness.
It prompts reflection: Why do we repeat the familiar? Why do we reach out? Why do we crave connection? And ultimately, why it is never unnecessary to rethink something we thought we already knew?
Ragnhildur Jóhanns (b. 1977) is a visual artist based in Reykjavík. She graduated from the Fine Arts Department of the Iceland University of the Arts in 2010 and has since participated in numerous solo and group exhibitions, both in Iceland and internationally. Ragnhildur works with a diverse range of media in her artistic practice, including oil painting, drawing, collage, printmaking, and sculpture. Additionally, she has actively engaged in book art and has published several artist books.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hafnarstræti 16, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland