Advertisement
Gleym mér ei er samstarfsverkefni söngdeildar LHÍ og Hörpu. Söngnemendur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands gleðja gesti með ljúfum hádegistónum fjóra miðvikudaga í haust.Tónleikaröðin Gleym mér ei er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttar saman fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni, allt frá ástaróða til sársauka og sjúkdóma. Meðleikur er í höndum Matthildar Önnu Gísladóttur, píanóleikara.
Á lokatónleikum Gleym mér ei sameinast nemendur söng- og hljóðfæradeildar LHÍ og flytja íslensk sönglög úr smiðju tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.
Tónleikarnir fara allir fram kl. 12:00 í einstökum hljómi í Hörpuhorni í Hörpu.
Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin!
Dagskrá //
8.október - Úr ýmsum áttum
22.október - Óperur og söngleikir
5.nóvember - Sjúkdómar og sársauki
12.nóvember - Íslensk sönglög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland