Advertisement
Gamlárshlaup ÍR er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma á hraðri og flatri braut þá berjast aðrir um um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman af.Hlaupið er haldið á gamlársdag, 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.
Hlaupið er 10km en einnig er boðið uppá 3 km skemmtiskokk. Ekki er tímataka í skemmtiskokki.
10 km hlaupið er framkvæmt samkvæmt reglum Frjálsíþróttasambands Íslands og viðurkennt af sambandinu til skráningar úrslita á afrekaskrá. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum World Athletics.
Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið og því geta þátttakendur hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameini lið.
Áheitasíða Krabbameinsfélagsins er: https://safna.krabb.is/project/gamlarshlaup-ir-2025
Allar nánari upplýsingar og skráning: https://netskraning.is/gamlarshlaupir/
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Harpa Conference Hall, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.








