HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT / Festive Organ & Brass

Wed Dec 31 2025 at 04:00 pm to 05:00 pm UTC+00:00

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Hallgr\u00edmskirkja
Publisher/HostHallgrímskirkja
H\u00c1T\u00cd\u00d0ARHLJ\u00d3MAR VI\u00d0 \u00c1RAM\u00d3T \/ Festive Organ & Brass
Advertisement

HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
31. desember – Gamlársdagur kl. 16
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 4.900 kr.

Verið velkomin á Hátíðarhljóma við áramót er við kveðjum gamla árið og tökum vel á móti hinu nýja.
Hátíðarhljómar við áramót á Gamlársdag hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju.
Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegara tóna fyrir orgel og málmblásarakvintett í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins.

North Atlantic Brass er málmblásarakvintett sem var stofnaður árið 2019 í Kaupmannahöfn af nemendum frá Íslandi og Danmörku við Konunglega Tónlistarháskólann þar í borg.
Kvintettinn hefur síðastliðin fimm ár fest sig í sessi á kammermúsíksviðinu í Danmörku og heldur reglulega tónleika þar um allt land en á ferlinum hefur hann einnig leikið tónleika á Íslandi, Englandi og í Bandaríkjunum.
Kvintettinn leggur áherslu á fjölbreitt verkefnaval, allt frá endurreisnartónlist til þess að flytja frumsamin verk fyrir hópinn. Einnig er honum norræni þjóðlagaarfurinn hugleikinn og er sú tónlist reglulega flutt á tónleikum í þeirra eigin útsetningum.
Sumarið 2024 tók kvintettinn þátt í alþjóðlegri kammermúsíkkeppni í Los Angeles, Ryan Anthony Memorial Competition, þar sem hann bar sigur úr býtum. Þar léku þeir verk eftir bandarísk og dönsk tónskáld.
Meðlimir kvintettsins eru allir virkir tónlistarmenn í Danmörku og leika reglulega með hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveit danska ríkisútvarpisins, Dönsku Óperuhljómsveitinni, Copenhagen Phil, Sinfóníuhljómsveitinni í Malmö og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Björn Steinar Sólbergsson er organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.
Björn Steinar stundaði tónlistar­nám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Framhaldsnám á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.
Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfs­sonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR
--ENGLISH--
FESTIVE BRASS & ORGAN
31 December – New Year’s Eve at 16:00
Tickets available at Hallgrímskirkja and tix.is
Admission: 4,900 ISK
Welcome to Festive Brass and Organ as we bid farewell to the old year and greet the new. These New Year’s Eve concerts have long been a beloved tradition in the musical life of Hallgrímskirkja. This year, audiences can enjoy celebratory music for organ and brass quintet on the final day of the year.
North Atlantic Brass, founded in Copenhagen in 2019 by Icelandic and Danish students at the Royal Danish Academy of Music, has established itself on the Danish chamber music scene with performances across Denmark as well as in Iceland, England, and the USA. Their repertoire ranges from Renaissance works to newly commissioned pieces, and they regularly perform Nordic folk music in their own arrangements. In summer 2024, the ensemble won the Ryan Anthony Memorial Competition in Los Angeles. Its members are active musicians performing with major orchestras in Denmark, Sweden, and Iceland.
Björn Steinar Sólbergsson, organist and Director of Music at Hallgrímskirkja, teaches organ at the Church Music School of Iceland and the Iceland University of the Arts. He studied in Iceland, Italy, and France, where he graduated with the Prix de virtuosité in organ performance.
He served as organist of Akureyri Church for 20 years and has performed widely across the Nordic countries, Europe, and North America, appearing as a soloist with major orchestras. His recordings include the complete organ works of Páll Ísólfsson and Jón Leifs’ Organ Concerto.
HALLGRÍMSKIRKJA – YOUR PLACE IN REYKJAVÍK
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland, Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets
Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

Retro Stefson \u2013 S\u00ed\u00f0asti Sjens st\u00f3rt\u00f3nleikar
Tue, 30 Dec at 07:30 pm Retro Stefson – Síðasti Sjens stórtónleikar

N1 Höllin Hlíðarenda

Haukur Gr\u00f6ndal fagnar 50 \u00e1ra afm\u00e6li me\u00f0 st\u00f3rt\u00f3nleikum \u00ed H\u00f6rpu
Tue, 30 Dec at 08:00 pm Haukur Gröndal fagnar 50 ára afmæli með stórtónleikum í Hörpu

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Kross\u00fej\u00e1lfum fj\u00f3rar hreyfingar \u00e1 viku allt \u00e1ri\u00f0 - Toppfara\u00e1skorun 2025 !
Wed, 31 Dec at 11:00 am Krossþjálfum fjórar hreyfingar á viku allt árið - Toppfaraáskorun 2025 !

Snæfellsjökull National Park

Gaml\u00e1rshlaup \u00cdR | SPORTV\u00d6RUR | LINDEX | NIVEA \/ IR New Year's Eve Race
Wed, 31 Dec at 12:00 pm Gamlárshlaup ÍR | SPORTVÖRUR | LINDEX | NIVEA / IR New Year's Eve Race

Harpa Conference Hall, 101 Reykjavík, Iceland

HE.SHE.THEY x VOLUME - NYE BASH
Wed, 31 Dec at 09:00 pm HE.SHE.THEY x VOLUME - NYE BASH

Útópía Nightclub and Lounge

V\u00edkingur Taekwondo opi\u00f0 h\u00fas vor\u00f6nn 2026
Sat, 03 Jan at 01:00 pm Víkingur Taekwondo opið hús vorönn 2026

Safamýri, 108 Reykjavíkurborg, Ísland

N\u00fd\u00e1rshlaup Ultraform
Sun, 04 Jan at 09:00 am Nýárshlaup Ultraform

Gylfaflöt 10, Reykjavík, Iceland

Laurie Anderson \u2013 Republic of Love
Wed, 07 Jan at 08:00 pm Laurie Anderson – Republic of Love

Hverfisgata 32 - Entry from Hjartatorg square, 101 Reykjavík, Iceland

Laurie Anderson in Reykjav\u00edkurborg
Wed, 07 Jan at 08:00 pm Laurie Anderson in Reykjavíkurborg

Harpa

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events