Advertisement
Fjörugt fjölskyldubingó.Það kostar ekkert að taka þátt, það eina sem þarf að gera er að mæta á svæði Endilega að koma og freista gæfunnar, hver veit nema að þú hreppir einn af vinningunum.
-English-
Bingo for the whole family. Free of charge and fun prizes.
Dagskrá Bókasafns Garðabæjar á Safnanótt
• Kl. 17.00 Skólakór Sjálandsskóla
Kórinn flytur lög undir stjórn Ólafs Schram.
• Kl. 17.15-18.00 Fjölskyldubingó
Fjörugt bingó með skemmtilegum vinningum sem kostar ekki krónu.
• Kl. 18.00-20.00 Spákona - örspá fyrir gesti Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir Tarotspámiðill og reikimeistari skyggnist inn í dulheima tarotsins. Skráning í afgreiðslu safnsins.
• Kl. 19.00-20.00 Tríó Margrét Eir
Gítarleikarinn Andrés Þór og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson leika með Margréti Eir. Njótum jazz, notalegrar stemningar og léttra veitinga á safninu.
Dagskrá Bókasafns Garðabæjar er frá 17.00 -20.00, síðan geta gestir og gangandi fært sig Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1 en þar hefst dagskrá kl. 20.00 og lýkur kl. 22.00. Heildardagskrá Safnanætur á Höfuðborgarsvæðinu má kynna sér á vetrarhatid.is
Dagskrá Hönnunarsafns Íslands á Safnanótt
• Kl. 20.00 Opnun sýningarinnar Barbie fer í Hönnunarsafnið
Sjö fatahönnuðir hafa skapað sérhönnuð föt á Barbie-dúkkur sem hafa komið sér fyrir á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili.
Ljótikór syngur lög eftir Spilverk þjóðanna.
• Kl. 21.00 Dönsum með Siggu Soffíu!
Diskókúla, DJ og stuðboltinn Sigga Soffía sem leiðir dans í Smiðjunni.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Bókasafn Garðabæjar, Garðatorg 9, 210 Garðabær, Ísland,Garðabær, Kopavogur, Iceland