Advertisement
José M. Tirado ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands.Vörnin fer fram fimmtudaginn 5. mars kl. 13.00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands og verður einnig í streymi.
https://vimeo.com/event/4929992
Heiti ritgerðar: The path of my experience: An autoethnographic journey through the culture of education
Íslenskt heiti ritgerðar: Slóð reynslu minnar: Sjálfsrýnið ferðalag um menningu menntunar
Andmælendur: dr. Dr. Pamela Ayo Yetunde, lektor, ráðgjafi og stjórnandi við United’s Interreligious Chaplaincy program og dr. Tony E. Adams, prófessor við Bradley University.
Leiðbeinendur: dr. Marey Allyson Macdonald prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og dr. Ólafur Páll Jónsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Annadís G. Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Geir Sigurðsson prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
Dr. Ásta Jóhannsdóttir, varaforseti Deildar menntunar og margbreytileika stjórnar athöfninni.
Verið öll velkomin!
--English below--
Um verkefnið:
Í meira en 50 ár hef ég verið að læra, kenna, veita ráðgjöf og hvetja fólk til þátttöku á sviðum tengdum búddisma, sálfræði og aktívisma, sem ég kalla “stoðir”.
Menntun er í raun grundvöllur hverrar stoðar og því hef ég alla tíð stundað bæði símenntun og verið kennari við margvíslegar aðstæður.
Mitt eigið ferðalag um veröld menntunar er meginviðfangsefni doktorsrannsóknarinnar. Markmiðið var að leggja fram mína eigin sögu til frekari rannsóknar og greiningar. Í þessari ritgerð sem byggir á sjálfsögulegri aðferðafræði, beini ég sjónum að lífi mínu á ýmsum skeiðum ævinnar og rýni í hvernig þessar stoðir urðu sífellt samþættari.
Ég hef stuðst við sögulega frásögn við að setja fram og íhuga annál lífs míns og hvernig þessar vitsmunalegu stoðir eiga sér allar rætur í ákveðinni reynslu. Ég skil núna að menningin sem er afhjúpuð smátt og smátt í rannsókn minni á eigin ævi er engin önnur en menntunarmenningin sjálf.
Þó svo að virkur búddismi sameini það sem kallað er aktívismi við grunnreglur búddisma í einstakri samsetningu, studdi fyrra nám mitt og starf í sálfræði einnig þennan þroskaferil minn. Ég áttaði mig á að búddismi, sálfræði og aktívismi voru ekki einu stoðirnar sem knúðu áfram þroska minn. Menntun kom þar einnig við sögu, einkum þegar ég fór að gera mér betri grein fyrir að menntun væri samnefnari þessara stoða. Þessar þrjár stoðir voru samtvinnaðar menntun alveg frá upphafi og mynduðu samsettan aktívista-kennara, sem ég nefni Virkjara.
Um doktorsefnið:
José M. Tirado er búddískur prestur, sálfræðingur og ljóðskáld sem hefur í gegnum tíðina starfað sem sjúkrahúsprestur, formaður verkalýðsfélags og enskukennari í Japan. Doktorsritgerð hans, Slóð reynslu minnar: Sjálfsrýnið ferðalag um menningu menntunar, fjallar um fjölbreytt líf hans í menntageiranum, leggur fram drög að búddískri kennslufræði sem hefur mótað störf hans og sem hann hyggst þróa frekar í bókarformi. Hann starfar nú við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hann kennir í alþjóðlega náminu og um búddísk efni í Asíufræðum. Einnig kennir hann búddíska hugleiðslu á vegum Hugleiðsluhóps Háskólans.
English:
José M. Tirado defends his PhD thesis in Educational Sciences from the Faculty of education and diversity, University of Iceland:
The path of my experience: An autoethnographic journey through the culture of education
The oral defence takes place Wednesday, March 5, at 1 pm in the Aula in the main building of the University of Iceland as well as in live stream.
https://vimeo.com/event/4929992
Opponents: Dr. Pamela Ayo Yetunde, a pastoral counselor and the co-director of the Black Buddhism Faculty Project of the Center for Culture, Society, and Religion at Princeton University, and Dr Tony E. Adams, Professor at Bradley University.
Supervisors: Dr. Marey Allyson Macdonald Professor emerita and Dr Ólafur Páll Jónsson Professor, both at the School of Education, University of Iceland. Experts in the doctoral committee were Dr Annadís G. Rúdólfsdóttir Professor at the School of Education, University of Iceland, and Dr Geir Sigurðsson Professor at the School of Humanities, University of Iceland.
Dr Ásta Jóhannsdóttir, vice Head of the Faculty of Education and Diversity will conduct the ceremony.
All are welcome!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Háskóli Íslands, Sæmundargata 4, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland