Advertisement
Bollaspá – Gefa og þiggjaSunnudagurinn 8. desember frá 14:00-16:00
Finnst þér gaman að spá í bolla?
Langar þig að æfa þig að spá í bolla og fá bollaspá frá öðrum?
Langar þig að hitta nýtt fólk?
Þá er þetta viðburður fyrir þig, dragðu með þér vinkonu eða vin og komið og njótið með okkur.
Komdu með þinn eigin bolla og við sjáum um kaffið í bollann þinn.
Það er hefð hjá Valgerði Bachmann að hitta sitt fólk og skoða saman í bolla. Valgerður ætlar að færa sína hefð lengra og bjóða upp á viðburð þar sem allir geta komið saman, með sinn bolla og bæði fengið að gefa og þiggja.
Valgerður Bachmann ætlar að labba á milli og aðstoða fólk ef þarf og halda utan um viðburðinn.
Mikilvægt
Koma með sinni eigin bolla
Góða skapið
Skrá þig/ykkur á viðburðinn á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
( Takmarkaður fjöldi )
Aðgangseyri er 2.000 kr.
Hlökkum til að sjá þig/ykkur og eiga yndislega stund að spá í bolla.
Valgerður Bachmann og Sálarrannsóknarfélag Íslands.
Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Skipholt 50d, 105 Reykjavík, Iceland, Skipholt 50D, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland