Advertisement
Laugardaginn 16. ágúst opnar myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir – betur þekkt sem Tinna Royal, sýninguna "Þarf að vera fullorðins alla daga?" í Gallerí Fold. Um list sína segir Tinna „Ég leita að tilgangnum að öllu í lífinu í gegnum glassúr og græðgi. Ég nota þá miðla sem ég tel mig þurfa til, allt frá pallíettum og perlum til (klósett)pappírs og plasts. Að mestu tjái ég mig þó með málningu á striga.
Verkin sem Tinna sýnir í Gallerí Fold fjalla um mótþróa hennar við að vaxa úr grasi -verða fullorðin. „Ég er 42 ára gömul og rígheld í að fá að vera ennþá krakki“ segir hún. Hana lengir eftir fortíðinni þegar hinn fullkomni dagur var að eiga bland í poka og horfa á barnaefnið í sjónvarpinu.
„Í málverkum mínum má gjarnan finna leikföng innan um mat. Samsetningar sem eru í raun fáránlegar en eru draumkenndur mótþrói minn til að fá loksins að „leika mér að matnum“. Verkin eru unnin í olíu en henni fylgir ákveðin hefð og fágun og þó ég sé í uppreisn tek ég málverkinu alvarlega. Sýningin er ekki gagnrýni á að fullorðnast og bera ábyrgð. Ég tek skyldum mínum í daglegu lífi alvarlega. Ég borga reikningana mína og mæti á réttum tíma, en tilfinnilegalega held ég svo fast í barnið í mér að það er næstum óbærilega erfitt að fullorðnast“.
Tinna lærði myndlist í Myndlistarskólanum á Akureyri. Hún býr á Akranesi og er með vinnustofu þar og var hún valin bæjarlistamaður Akraness árið 2020.
Tinna Royal hefur haldið fjölmargar einkasýningar, m.a. á Akranesi, í Borgarnesi og í Reykjavík. Þetta er fyrsta einkasýning Tinnu í Gallerí Fold og bjóðum við hana velkomna í ört stækkandi hóp listamanna í Gallerí Fold.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Rauðarárstígur 12 - 14, 105 Reykjavík, Iceland, Rauðarárstígur 12, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland